Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.03.2006 at 12:11 #546150
Sæll.
Drulla í tanki getur verið óhemju þrálátt vandamál, mér þætti þessvegna langeðlilegast að taka tankinn undan og þrífa rækilega. Það er mín regla að gjörþekkja alltaf ástand bílanna minna, þar með talið hvort einhver ósómi flakki um í tanknum og bíði færis á að stífla..
Kveðja, Hjölli.
26.02.2006 at 14:31 #544760Verndi aðstandendur og styrki allar góðar vættir. Óska þeim sem komst lífs af góðs bata.
Hjölli.
23.02.2006 at 12:37 #544076Sæl öll.
Er Mudderinn fáanlegur í 36" ?
Hjölli.
21.02.2006 at 12:05 #543544Magnað öryggisnet hér á ferðinni sem afar gott er að vita af. Hörkuklúbbur, 4×4, það er ljóst. 1000 kr frá mér og Bronco.
Hjölli.
19.02.2006 at 17:03 #543352Sæll.
Ég er nýbúinn að fara í gegnum þessa þvælu allasaman, sá afar fátt við Pajeroinn og endaði á Patrol. Ég svermaði fyrir lítið eknum bíl, fann einn ekinn 170.000 með nýupptekið hedd og sé ekki eftir þeim kaupum. Patrol er búinn að vera til í fjölskyldunni lengi og eru afar vel heppnaðir bílar og ekta ferðabílar, mjúkir og traustir. Hafðu í huga að skoða vel heddmál og gírkassa, sé þetta í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að velja Patrol. Hinsvegar á ég líka Hilux sem er búinn að reynast mér gríðarlega vel í gegnum árin við mikla og erfiða brúkun. Fyrir mér er það Hilux og Patrol sem eru bestir.. Gangi þér vel,
Hjölli.
14.02.2006 at 12:53 #540524Þekkiði hvort þetta er hljóðeinangrandi? Það hlýtur að vera óhætt að leggja tjörudúk í gólfið upp á hljóðeinangrun og þetta yfir? Og hvar skyldi ég þá fá dúkinn atarna?
Kv, Hjölli.
01.02.2006 at 15:20 #197214Sæl öll.
Var að fá mér Patrol, og vantar að vita hvers vegna ekki er hægt að nota stálfelgur undan t.d. Hilux undir Pattann. Hver er munurinn?
Kveðja, Hjölli.
28.01.2006 at 13:48 #540506Er ekki mögulegt að nota þetta í botninn á bíl, nú er botninn á Bronconum sléttur.. Tjörudúk til að hljóðeinangra og svo þetta yfir? Hlýtur að mígvirka..
Hjölli.
25.01.2006 at 10:30 #540234Sæll.
Ertu búinn að tala við til dæmis 4×4 bílaparta á Íshellu og Jeppaparta á Tangarhöfða?
Kv, Hjölli.
24.01.2006 at 16:07 #197151Sæl Öll.
Það brotnaði afturrúðan (á pallhýsinu) á vinnubílnum, Nissan Navara double cab ’99 og mér þætti gaman að vita hvort einhver selji rúðurnar sér eða hvort ég þurfi að fara í Glerborg með skabalón..
Takk, Hjölli.
22.01.2006 at 17:51 #539852Þakka gott boð, en læt einn breyttan jeppa duga á heimilinu…
Skipti um boltana, engin smurning með það. Held að ég skelli mér á þennan bíl og drífi mig svo beint í að taka upp heddið og fá mér 3ja raða vatnskassa, þá er þetta bara frá og pottþétt. Læt Kistfellingana fá heddið til að plana og prófa, og jafnvel þá blokkina líka, annars skulum við sjá til hvernig hún reynist þegar ég opna.
Takk fyrir aðstoðina,
Hjölli.
21.01.2006 at 20:33 #197124Sæl öll.
Fann ’95 Patrol, mjög fallegan, 31″ dekk, ekinn 170.000 km í topplagi og fæ hann á 780.000 krónur. Erum við ekki sammála um að það sé ágætis díll?
Annað, þegar skipt er um heddpakkningu, er þá vaninn að skipta um heddboltana með í þessum bílum? Og losnar maður nokkurntíman við að plana heddið?
Kveðja, Hjölli.
07.01.2006 at 13:37 #538026Fann ’96 2,8 bíl, ekinn 190.000 sem fæst fyrir 700.000 vegna endurskoðunar á pústi og bremsum. Er nokkuð heitur, geri við allt sjálfur og yrði ekki lengi að skipta um bremsur.. Hvað segiði, góður díll?
Hjölli.
06.01.2006 at 13:24 #538020Já, ég er nokkuð spenntur, tók í svona bíl og hafði gaman af. Hvernig koma dieselvélarnar út, eru óeðlileg afföll af heddum eða bara eins og við er að búast með álhedd, passa vatnslás, vatnskassa, skipta um heddpakkningu í tíma o.s.frv?
05.01.2006 at 16:15 #196985Sæl veriði.
Stutt saga enn styttri: Vantar traustan fjölskyldujeppa til að eiga næstu árin, 31″ – 33″. Þekki patrol vel og langar í slíkan en er líka nokkuð volgur fyrir Pajero. Þekki hinsvegar ekkert inná klafasystemið í honum, hef átt nokkra jeppa en alltaf á hásingu og hef aðkenning af klafafóbíu.. Eru klafarnir eitthvað til að setja fyrir sig, nú eða þá eitthvað annað í fari Pajero? Eitt enn, er Explorer til með dieselvél?
Kveðja, Hjölli.
25.12.2005 at 12:41 #536892Gleðileg jól gott fólk, og snjóþungt komandi ár.
Hjölli og Bölverkur.
30.11.2005 at 16:02 #534326Keyptirðu diskasetupið með öllu? Settið? Djö… langaði mig í það, lagði bara ekki í útlátin..
30.11.2005 at 15:41 #534322Ég er búinn að vera með diska að framan núna síðan í sumar, Ford diska, nöf af Ford Dana 44 (legulagerinn þar af leiðandi þaðan) og Chevy bremsuhaldara + dælur, allt keypt nýtt og passar fullkomlega saman án alls mix. Núna er ég að setja í hann tvöfalda höfuðdælu frá Jeff og þarf því að leggja nýtt frá dælunni niður í krossinn (var með original einfalda höfuðdælu). Það passa ekki saman original rörin í bílnum (’66) og original rörin frá tvöf. höfuðdælunni (’68 – ’76). Ergo, til að sleppa við að rífa nýju fínu rörin úr öllum bílnum (líka síðan í sumar) ætlaði ég að láta smíða þetta saman af viðurkenndum aðila. Vá, langt svar…
Hjölli.
30.11.2005 at 12:09 #196737Sæl öll.
Mig vantar að láta sérsmíða rör í bílinn að framan vegna breytinga og er fanatískur á mix í bremsukerfum. Hvaða verkstæði geta smíðað bremsuslöngur og gera það pottþétt?
Kveðja, Hjölli.
30.11.2005 at 12:05 #534286Sæl.
Ég er líka að velta fyrir mér að yngja upp gormana að framan í Bronconum, og skelli mér örugglega á Rover og gormasæti, þetta svínvirkar í Bronco sem ég þekki til. Skýrið endilega út fyrir mér hvað þið kallið "prógressíva" gorma.
Kveðja, Hjölli.
-
AuthorReplies