Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.08.2006 at 18:35 #558290
Kærlega fyrir það. Ég hendi mér í að hreinsa hana upp, er ekki hægt að fá í þetta manual lokur á prís, nýjar eða notaðar?
Hjölli.
21.08.2006 at 16:08 #198410Sæl.
Þrjár spurningar.
Hver er raunveruleg eyðsla á Bronco 2 2,9L vél?
Og..
Hvernig virka lokurnar á Patrol, auto og lock, hvað gerir hvor stilling nákvæmlega?
Og..
Hvað er um að vera þegar urgar í loku sama hvor stillingin er valin?
Takk, Hjölli.
20.08.2006 at 17:09 #558228Sæll.
Ég skoða allt, hvernig er hægt að ná í þig?
Hjölli.
20.08.2006 at 17:07 #198405Sæl.
Er þessi bifreið
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/2498/16094
enn til og í lagi?
Hjölli.
19.08.2006 at 12:48 #198400Sæl öll.
Það fer að styttast í vinnubílaskipti hjá mér og mig fýsir í amerískan pikkara. Þar sem ég hef lítið vit á yngri amerískum bílum lýsi ég eftir hugmyndum.
4×4, grunnskylirði.
Ekki mjög nýr (fastur í gömlu drasli..) áttatíu og eitthvað.
Ekki mjög langur, hef ekkert að gera við endalausan pall.
Þarf ekki nema hundabekk afturí.
Diesel með góðu togi til að draga hvað sem er.
Eyðslugrannur (miðað við amerískt).Hvað segiði?
Hjölli.
18.08.2006 at 17:19 #558114Ég er með Wurth skáp, fannst ekkert vit í öðru. En ég er reyndar manískur á verkfærin mín..
Hjölli.
17.08.2006 at 13:07 #557798Engin spurning, skella sér á og gera upp. Þessir bílar, óbreyttir, breyttir sem gríðarbreyttir eru stór og skemmtilegur kafli í íslenskri jeppamenningu. Látum ekki þessa bíla, Lapplander, Landrover, Willys, Rússann og hvað þeir heita allir hverfa, það er nauðsynlegt að halda þessum bílum í horfinu, sem og því hvernig þeim var breytt.
Lifandi saga.
Hjölli.
16.08.2006 at 09:56 #557784Er það plast Broncoinn?
Hjölli.
05.08.2006 at 10:25 #557330Ekki skildist mér það.
04.08.2006 at 12:58 #198318Sæl öll.
Veit einhver um plastbrettamót fyrir gamla Bronco sem hægt væri að nálgast? Þetta var til ansi víða hér í eina tíð.. Nú eða stráheil plastbretti handa mér?
02.08.2006 at 12:12 #198314Sæl öll.
Eru hér Fordarar sem hafa rekist á kveikjur í Ford línusexur? Er orðinn afar leiður á Motocraft, svikul og stöðugt blaut þó hún eigi að heita ný.. Fann þettahttp://www.fordsix.com/tech/engine/duraspark/duraspark.php
en sé ekki hvernig hún stendur sig offroad og finnst hún fulldýr.. Hugmyndir?
Hjölli.
17.06.2006 at 10:38 #554680Ég er ansi hræddur um að þessi höfuðdæla sé of lítil miðað við bremsudælurnar, úr því að þú ert fullviss um ágæti hennar. Þetta hefur hent mig oftar en einu sinni og lýsir sér einmitt á þessa leið. Hvernig bíll er þetta sem hásingarnar eru undir, var hann með borðabremsum að framan áður eða jafnvel minni bremsudælum?
Kv, Hjölli.
04.05.2006 at 10:30 #551860Ég er enn hávolandi! Mikið sakna ég þess að fá beint í æð það sem er að gerast í mótorsportinu hverju sinni. "Transmission is essential as well as big bucks to modify 4×4 jeeps for the glaciers". Það gleymdist alveg að segja mér þetta þegar ég var að byrja í sportinu…
Hjölli.
06.04.2006 at 10:06 #548446Sæll.
Ég hef nú oftar en einu sinni rafsoðið fjaðrablöð, það dugir ekki eilíflega en getur haldið velli lengi vel ef vel er gert. Spurning hvort þú bjargir þér þannig úr því að gormar eru hvort eð er á planinu? Gættu vel að því að hafa bil fyrir suðuna að fylla í, þá á þetta að geta tollað ágætlega.Kv, Hjölli.
31.03.2006 at 12:08 #547588Lenti ekki í neinum vandræðum með augu á gömlu Rancho dempurunum.. En samsláttarpúðar á demparann sjálfan, eru þeir festir utanum legginn, þ.e. bulluna? Það er alveg óvitlaust, þá þarf maður aldrei að hafa hinar minnstu áhyggjur af draslinu.. Hvar fæ ég slíkt?
Hjölli.
28.03.2006 at 10:12 #547584Mínir Rancho, bæði gömlu og nýju virkuðu í báðar áttir, þekki ekki þetta með einstefnuna..
Hjölli.
27.03.2006 at 15:59 #547560Sæll.
Ég var að versla stillanlega Rancho dempara undir Broncoinn hjá Benna. Stórskemmtilegir demparar sem ég hef góða reynslu af áður, ég náði þeim í 12.000 kall stykkið.. Ekki gefins, en góðir. Þór hjá BB kannast við þessa dempara.
Hjölli.
21.03.2006 at 10:39 #529532Spyrjiði Kristján hjá Vélaverkstæði Kristjáns í Borgarnesi hvað hann tekur fyrir. Hef grun um að það sé eitthvað minna, í það minnsta eru þar 150% vinnubrögð á ferð.
Hjölli.
21.03.2006 at 10:36 #547136Ég er með Esso ultra, 15 – 40 á Patrolnum, góð og tekur ekki of illa í pyngjuna..
Hjölli.
18.03.2006 at 11:08 #546720Sæll.
Við erum með gamlan Pajero bekk aftur í ’74 Bronco, hann er festur á 4 stöðum eins og Hilux bekkurinn og er afar þægilegur að sitja í þar sem það eru hálfgerðar skálar í setuna og bakið fyrir hvern farþega, svipað og körfustólar… Hvort hann passar í Luxinn veit ég ekki en get ýmindað mér að það þurfi ekki að vera stórmál.
Kv, Hjölli.
-
AuthorReplies