Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.04.2006 at 09:32 #548880
Hugsanlega verð ég á ferðinni þarna á morgun, ræðst reyndar ekki fyrr en í kvöld, en ef svo fer er sjálfsagt að aðstoða þig. Læt þig vita þegar málin skýrast.
19.04.2006 at 09:11 #548876Sæll, ertu nokkuð með nánari staðsetningu á bílnum?
10.04.2006 at 14:24 #5489286338.36N 01916.56W (WGS 84)
20.03.2006 at 16:42 #546960[img]C:Documents%20and%20SettingsAdministratorMy%20DocumentsMy%20Pictures2006%20mar%20LangjökullCopy%20of%20IMG_0263.jpg[/img]
12.03.2006 at 22:02 #197528Sælir félagar.
Hverjir, að undanskildu Bílanaust, eru að selja rafmagnsrofa í bíla (12V) á höfuðborgarsvæðinu?Með fyrirfram þökk,
Friðrik
01.03.2006 at 23:01 #545306Þessar síður hjálpa kannski eitthvað;
"t4r.org"
"yotatech.com"
07.02.2006 at 21:24 #541872Ég tek undir með þeim sem hafa áhyggjur af, að því er virðist, breyttri stefnu í verðlagningu í Bílanaust. Ég keypti t.a.m. dráttarkúlu á því sem þeir kölluðu útsölu um daginn og borgaði fyrir hátt á þriðja þúsund. Stuttu síðar rakst ég á samskonar dráttarkúlu í Húsasmiðjunni á innan við tvö þúsund. Þá keypti ég litla boddískrúfu hjá þeim á sama tíma og var hún verðlögð á um sex hundruð krónur! Nú er svo komið að ég hætti mér ekki þangað inn nema í algjörri neyð, því miður.
07.02.2006 at 00:34 #541734Ef ég skil þetta rétt virðist þetta einn anginn af Toyota 120 (4Runner, Tacoma, Prado & Lexus GX470). Sá einhversstaðar að bíllinn verði með 4 lítra V6 vélinni.
02.02.2006 at 22:37 #541090Ég hef átt og ekið 4Runner um nokkurn tíma og þ.a.l. átt viðskipti við umboðið. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur bæði við bíl og umboð. Yfirleitt á umboðið til það sem mig vantar og þá oft á ágætis verði. Þá eru flestir starfsmenn með á nótunum og virðast skilja tilgang bílaumboðs, þ.e. að þjónusta bíleigendum. Vonandi sýnir nýr eigandi því hlutverki skilning og eflir ef eitthvað er. Þetta er þó ekki alveg án undantekninga og hef ég m.a. þurft að setjast niður með þeim og fara yfir reikning eftir viðgerð, en þá var himinn og haf á milli áætlaðs verðs (reyndar verðbils) og endanlegs verðs. Einnig var í því tilfelli sitthvað athugavert við vinnubrögðin, kannski þetta hafi bara verið einn af þessum dögum.
Mín niðurstaða er því sú að Toyotu-umboðið getur státað af góðri þjónustu en er ekki hafið yfir alla gagnrýni.
Af því að minnst var á Bílanaust hér að ofan þá má ég til með að segja að verðin þar eru að nálgast þolmörk og þjónustan að komast á stig yfirgefinnar vöruskemmu, því miður.
En allavega, það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga og gera athugasemdir ef og þegar manni ofbýður, það vill svo einkennilega til að stundum er það á rökum reist.
Kv.
Friðrik
21.01.2006 at 17:56 #539796Ég lenti í því að bílinn þvingaðist við það að setja í framdrif. Á malbiki varð þetta verulega áberandi á aðeins örfáum metrum, varð í rauninni ótrúleg spenna á þessum fáu metrum.
Í því tilfelli kom í ljós að dekkin voru að valda þessu.
Bíllinn var á 35" Goodrich, eldri útgáfa á öðrum endanum og nýrri á hinum, í því lá munurinn.
Og ef þú ert að hugsa um að jafna hugsanlegan mun dekkja með því að hleypa úr, þá breytir það engu þar sem lengd dekksins breytist ekkert við það!Kv,
Friðrik
19.01.2006 at 00:39 #539522Tek undir að hér sé þörf á að vera á varðbergi og bendi á að uppsetning og rekstur slíks kerfis kemur til með að kosta….. Sá kostnaður mun á endanum verða greiddur af notendum og/eða skattgreiðendum og þá væntanlega hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Reyndar var síðasta brotlending ekki ókeypis.
Þá hefur verið spaugilegt að fylgjast með fréttum af endalokum NMT kerfisins, engu líkara en Fjarskiptastofnun hafi reglulega auglýst endalokin eftir pöntun frá einhverjum sem af ótilgreindum ástæðum dauðliggur á að loka því kerfi. Ekki laust við að maður velti því stundum fyrir sér hvort það sé af fjárhagslegum hvötum, þ.e. að komast á þennan markað með eitthvað annað/eigið kerfi.
Á hinn bóginn getur hér verið um eðlilega og raunhæfa þróun í fjarskiptum landans að ræða og þá færa menn bara rök fyrir því.
Eitt enn, ég verð að leyfa mér að efast stórlega um að hægt og/eða raunhæft sé að nota Tetra stöð í Vestmanneyjum af Reykjanesi.
09.01.2006 at 12:25 #538194Hnitakerfi jarðar er sett upp og lesið sem breidd (brd N/S) og lengd (lgd E/W), ekki lgd og brd.
Hinsvegar er mjög algengt að þessu sé snúið við, þ.e. að fólk tali ranglega um lengd og breidd.Friðrik
30.12.2005 at 18:05 #537230Án þess að ég ætli að fara munnhöggvast við þig þá fór fyrir brjóstið á mér að hvatt skyldi til þess að sniðganga einhverja aðila sem væru að "stela" af Landsbjörgu. Það tel ég hvorki skynsamlegt né sanngjarnt. Það er ekkert að því að hvetja fólk til þess að styrkja einhvern ákveðinn málstað fyrir þá sem það vilja og alveg sjálfsagt að það sé gert eins og þú hófst þennan þráð á. Hinsvegar finnst mér eins og menn missi sig og skjóti yfir markið þegar ráðist er að ákveðnum aðilum og þar er ég ósammála, án þess að ég þekki viðkomandi nokkuð. Mátti þ.a.l. til með að lýsa annarri skoðun án þess að ætlunin hafi verið að draga úr stemmingu þessa þráðs á nokkurn hátt.
Allt um það, óska þér og öðrum félugum gleðilegs nýárs.Kv.
Friðrik
30.12.2005 at 16:26 #537222Margar af þeim "ráðleggingum" sem fram hafa komið hér að ofan eru svo arfavitlausar að mann rekur í rogastans.
Maður mundi halda að menn einfaldlega versluðu þar sem þeim þykir fjármununum best varið eða þar sem gera má bestu kaupin, nema hvort tveggja sé. Eða með öðrum orðum að það sé mönnum í sjálfsvald sett hvar þeir stunda viðskipti sín og þeir sem þess óska styrki því Landsbjörgu.
Frelsi til athafna er nokkuð sem hefur gjarnan verið ofarlega í mínum huga a.m.k., tala nú ekki um þegar kemur að félagsskap eins og þessum (4×4).
Röksemdarfærsla þess efnis að menn verði ekki sóttir eða aðstoðaðir nema þeir versli við Landsbjörgu er einfaldlega fásinna, hvað þá að einokun skuli ríkja til handa einhverjum einum ákveðnum aðila. Slíkar einstefnu-ríkisstefnur hafa í besta falli verið til hagsbóta fyrir einhverja örfáa aðila, aldrei fyrir fjöldann.
Ég held að ekki sé óvarlegt að ráðleggja þeim sem tala um siðferðisblindu í þessu sambandi að skoða málið nánar og í heild. Ef það er rétt munað hjá mér þá hagnast t.a.m. Landsbjörg um tugir milljóna á ári hverju með rekstri spilakassa o.þ.h. sem ljóst er að leggur líf fjölda einstaklinga í rúst, eða á a.m.k. sinn þátt í því.
Án þess að ég ætli að draga úr mikilvægi björgunarsveitanna þá ætti að fara varlega í að setja þann ágæta félagsskap á stall með dýrlingum eða skilgreina hann sem heilaga kú.Góðar stundir,
Friðrik
25.12.2005 at 23:25 #536986…en er því miður bara með CB
25.12.2005 at 12:24 #533686Gleðilega hátíð félagar!
Ég tel ákaflega líklegt að ákveðnum reglum sé fylgt við skráningu heimsmeta.
Án þess að ég þekki Gunna nokkuð þá tel ég með öllu óþarft að vera með einhverjar efasemdir í þessu sambandi.
Óska því Gunna og jeppamennsku á Íslandi, enn og aftur til hamingju með þetta afrek. Þetta er jú merkur áfangi á annars merkilegri jeppasögu landans.Kv, Friðrik
Ps; hef sjálfur stundað störf þar sem miklar vökur hafa tíðkast, það á þó ekkert skylt við lyfjanotkun af neinu tagi.
21.12.2005 at 14:03 #536602[url=http://www.toyota-4runner.org/showthread.php?s=&threadid=3380:2kpglarv]Hér[/url:2kpglarv] hafa menn eitthvað verið að spá í þetta. [url=http://www.toyota-4runner.org/:2kpglarv]T4R.ORG[/url:2kpglarv] reyndar öflugur þráður um ýmislegt er varðar Runnerinn.
19.12.2005 at 03:17 #533600Fantagóð hugmynd að taka á móti heimsmet- og pólfaranum með því að biðja/bjóða jeppaeigendum að stilla sér (þ.e. farartækjunum) upp einhversstaðar.
15.12.2005 at 19:03 #533258Sæll Halldór:
Ég er með 4Runner 2005 sem kemur á 17" felgum og ef ég man rétt er þvermál framdiska 13,3" (33,78cm).
Veistu hvort þetta sé sama kram og í Tacomu og þá hvort nota megi sömu lausnir?Kv,
Friðrik
16.11.2005 at 13:31 #532546Sæll, ég er með V6 T4R ´91 sjálfskiptan á 5,29, ýmist á 35 eða 38" og eyðslan er frá 14 L/100km (langkeyrsla). Hef átt bílinn í nokkur ár og ekki hægt að segja annað en að hann hafi verið gangviss og tiltölulega bilanafrír hingað til…..
-
AuthorReplies