You are here: Home / Einar Hreinsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Gott fólk
Ég er búinn að lúslesa vefsíðu klúbbsins síðastliðin ár þrátt fyrir að vera ekki meðlimur. Þetta hef ég aðallega gert þar sem að fyrir amatöra eins og mig hefur síðan oft á tíðum verið alger gullnáma, full af fróðleik. Þetta á ekki síst við um ferðaleiðir, ferðabúnað og breytingar, sem eiga erindi til miklu fleiri en þeirra harðkjarnajeppamanna sem eru meðlimir í klúbbnum. Ég hef skynjað það sem viðtekna skoðun hjá ansi stórum hluta þeirra sem skrifa hér inn á síðuna að klúbburinn hafi mikilvægara hlutverki að gegna en rífast um innanfélagsmál eða skíta út þá sem eru andjeppalega sinnaðir. Klúbburinn, eða margir innan hans hafa litið svo á að hann gegni ákveðnu forystuhlutverki og eigi að taka þátt í stefnumótun varðandi hálendisferðir, verndun landsvæða, umgengni og ferðamáta, öryggismál og setningu laga og reglugerða um ferðafrelsi á landinu. Ég mundi telja að ef aðgengi að hiemasíðu klúbbsins verður heft á þann máta sem hér er rætt um komi það til að leiða af sér að klúbburinn fái fremur á sig stimpil sérhagsamunasamtaka sem túlki ekki vilja fleiri en örfárra meðlima en ekki áhugamanna um jeppaferðir og allt sem því fylgir. Þar af leiðandi veikist mjög málstaður klúbbsins og kröfuréttur hans til að vera hafður með í ráðum við ákvarðanatöku sem snertir félagsmenn sem og aðra. Ég vona að þetta verði ekki mitt fyrsta og eina innlegg á þessari síðu en ef vindur fram sem horfir er hætta á því.