Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2010 at 12:52 #677308
Sælir
Ég á Navöru 2003 D22, hef verið mjög ánægður með bílinn, hann reynst mér vel og verið eyðslugrannur.
Þegar ég keypti minn bíl þá hafði ég samband við þjónustufulltrúa Ingvars Helgasonar sem athugaði fyrir mig eftir bílnúmeri hvort búið væri að skipta um það sem skipta þarf um til að koma í veg fyrir þessa bilun. Búið er að taka flesta þessa bíla í gegn á kostnað NISSAN en samt leynast einhverjir bílar inn á milli sem ekkert hefur verið gert við og eru komnir yfir kílómetrana eða tíma til þess að NISSAN borgi brúsann. Ég mæli semsagt með því að þeir sem eru að hugleiða að fjárfesta í svona bíl að hafa samband við Ingvar Helgason og láta þjónustufulltrúa fletta upp númeri bílsins. Það er hægt að gera með því að hringja eða í gegnum netsamtal á síðu Ingvars Helgasonar.Kv. Ingi Björn
Ps. Nissaninn minn er til sölu er á 37" dekkjum. Góður bíll. Skoða skipti á stærri bíl (ekki stærri dekkjum heldur meira plássi fyrir dót) eða fjórhjóli
27.10.2009 at 10:45 #207748Er að spá í að setja Navöru 2003 model á stærri túttur. Er Einhver sem veit hvað tregðulæsingin á aftan í þessum bílum getur í snjó og hvort sé hægt að skipta henni út fyrir 100% lás? Veit einhver hvernig best og ódýrast er að læsa þeim að framan ef það er hægt á annað borð án þess þó að skipta út öllu klafadraslinu?
Kv. Ingi Björn
11.10.2009 at 20:53 #661444Þetta er eyðslan á sjálfskiptum pajero 2.8 disel á orginal dekkjum skv. 0rkusetrinu.is.
Eyðsla í ltr/100 km:
Innanbæjarakstur 15,4
Utanbæjarakstur 11,4
Blandaður akstur 12,9
11.10.2009 at 10:14 #207258ef einhver lumar á afturhlera á nissan navara og hefur áhuga á að losa sig við hann, þá má sá hinn sami hafa samband við Inga Björn í síma 867-7704
09.10.2009 at 21:29 #207223Er að spá í 2003 navara 2.5 sem er ekinn 160þ. Er eitthvað sem hefur verið að koma illa út í þessari árgerð?
29.09.2009 at 10:36 #65863829.09.2009 at 10:04 #658636Gaman að fá góð og skemmtileg svör.
En ég var að skoða á netinu svolítið sniðuga græju. Escort passport 9500 er með Gps og þar sem löggur eru mikið á sömu stöðum að mæla þá festir maður í minni hans hvar maður sá td. síðast löggu mæla og þá lætur hann mann vita að innan x km. gæti hugsanlega verið mæling í gangi. Síðan merkir maður Inn allar þessar þrjár hraðamyndavélar. Hér fylgir samanburður á valantine og escort passport 9500.
http://www.radartest.com/article_2.asp?articleid=100578Væri gaman ef lögreglumaður vildi commenta á þennan þráð
23.09.2009 at 21:38 #206730Ég er að hugsa um að kaupa mér radar eða geislavara þar sem ég var tekinn á 103km hraða um daginn og fékk 30þ. í sekt. Með augun límd við hraðamælinn á 90 myndi eflaust meiri hætta stafa af mér á þjóðvegum landsins en á 103 með augun á veginum. Ég var að spá hvort einhver hér vissi eitthvað um þessi tæki og hvort hann væri til í að deila þeirri þekkingu með mér. Hef heyrt að þessi tæki virki ekki eftir að lögreglan fékk einhverja nýja tegund af hraðamælitækjum.
ATH. Þeir sem eru eitthvað á móti svona tækjum og ætla að koma með comment á við keyrðu bara hægar eða eitthvað álíka, mega alveg sleppa að svara þessum þræði.
Kv. Ökuníðingurinn
-
AuthorReplies