Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.02.2014 at 17:00 #452075
Nokkrir hópar komnir niður í Hrauneyjar eða lagðir af stað í bæinn. Var að heyra í Gný eftirfara. Síðustu bílar eru núna fara yfir kvíslina á leið níður að Hrauneyjum.
15.02.2014 at 16:31 #45207215.02.2014 at 16:16 #45207015.02.2014 at 16:13 #452069Var að heyra í mínum mönnum flestir bílarnir komust inn að Fossvatnahvíslinni. Um 15 -20 bílar fóru alla leið að skálunum við Veiðivötn. Nú er verið snúa hópunum við enda farið að halla af degi. Frábært veður. Vind farið að lægja. Menn eiga ekki orð yfir útsýnið og fegurðina sem nú er á fjöllum. Ég heima í sófa. Hvað er að????
15.02.2014 at 14:11 #45206515.02.2014 at 14:06 #45206315.02.2014 at 14:03 #452062Var að heyra í Árna. Hluti að af fremsta hóp er komin að Fossvatnahvísl og er erfitt að fara þar yfir og erfiðar brekkur þar á eftir. Ljóst ekki verður farið mikið lengra í átt að Veiðivötnum. Menn er þó gera það sem er skemmtilegt í þessum ferðum að láta reyna aðeins á tækin.
15.02.2014 at 13:54 #452061Nýjust fréttir eru þær það hópurinn kemst lítið áfram og komið bras til að vinna úr. Mjög þungt færi og ljóst minni bílar munu ekki komast inn í Veiðivötn. Einhverir í dekkjavandræðum sem er verið að vinna úr.
15.02.2014 at 12:02 #45205715.02.2014 at 11:50 #452056Var að heyra í Árna aðalfararstjóra hann var kominn inn á leiðina við Jökullheimaleið og kominn á sínum LC 90 42″ dekkjum strax í 2 pund. Duftfæri. Frostið um -7°c og einhver vindur en ekki ský á himni.
15.02.2014 at 11:35 #452053Hægt er að flylgjast með Gný eftirfara á depill.is á eftirfarandi link. http://depill.is/LiveTracking.aspx
15.02.2014 at 10:54 #452051Klukkan 10:30 eru fyrstu bílar komnir í Hrauneyjar. Að sögn aðalfararstjóra Árna Braga er hálka á þjóðveginum eftir að komið er framhjá Þjóðveldisbænum en ekkert hættulegt ef varalega er farið. Hann var að heyra í jeppamönum sem voru inn í Veiðivötnum í nótt að sögn þeirra er færið eitthvað þungt á svæðinu. Verður spennandi að heyra hvering okkar mönnum muni ganga þegar komið verður á svæðið.
15.02.2014 at 09:08 #45204545 bílar á vegum Litlunefndar voru að leggja af stað kl 09:00 frá Shell á Höfðanum og stefnann tekin í átt að Veiðivötnum. Veðurspá lofar góðu fyrir daginn og stefnir í frábæran dag á fjöllum. Mun setja hér inn fréttir af hópum öðruhvoru í dag eftir því sem fréttir berast.
10.02.2014 at 07:27 #451567Þeir sem verða varir við að skráning þeirra sé ekki að heppnast og nafn ykkar ekki að koma inn á nafnalistann eru beðnir að senda nafn, símanúmer,netfang og upplýsingar um ökutækið á netfang litlanefnd@f4x4.is.
Litlanefnd.
06.02.2014 at 22:03 #451471Laugardaginn 15. febrúar næstkomandi stefnir Litlanefndin á að fara upp í Veiðivötn.
Við hvetjum alla áhugasama til að koma með okkur, en við höfum einmitt fengið spurnir af því að færðin uppeftir sé áhugaverð og spennandi.
Skráning er hafin og hana má finna hér á vefnum
Kynningarkvöld verður haldið miðvikudaginn 12. febrúar í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða 11 klukkan 20:00
Sjáumst hress,
Litlanefndin
29.01.2014 at 16:21 #445382Sælir
Eftir ofangreinda umræðu sé ég að ég þarf ekkert að vera feitari en aðrir.
1 stk 15 x 28 mm fyrir mig takk.
Kv
Pétur Hans
28.01.2014 at 21:17 #445348Kvöldið.
Er til í 1 stk 32 mm spotta og hugsanlega spilspotta 10 mm.
Hvað lengd eru menn að hugsa um í þessum 32mm spottum?
Kv
Pétur Hans
18.11.2012 at 20:22 #760515Minni á að við í Litlunefnd verðum með myndakvöld á fimmtudaginn kemur kl 20.00 í félagsheimili okkar að Eirhöfða. Allir geta komið með myndir sýnar eða myndbönd ( á minniskúbb) og við kostum þeim upp á vegg og spjöllum um ferðina og þær næstu. Heit kaffi á könunni. Allir velkomnir.
Litlanefnd.
14.11.2012 at 23:31 #760503Góð skráning í ferðina á laugardag 28 bílar skráðir og 10 -11 hópstjórar. En möguleiki að skrá sig ef menn vilja slást í hópinn.
kv
Litlanefnd
13.11.2012 at 20:35 #760501Muna að skrá sig í ferðina fyrir annað kvöld. Kominn snjór á svæðið sem við ætlum um. Verður bara gaman.
kv
Litlanefnd
-
AuthorReplies