Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.12.2005 at 11:50 #537124
Svefngasið er nú ekki bannað vegna rétt þjófana, (ég held nú að menn viti þetta), heldur vegna hættunar, hver mundi vilja vera á 100Km/kl. ef svefngas færi skyndilega að leka????
En hvað með GSM staðsetningatæki(líka til fyrir Tetra kerfið) sem fyrirtæki eru farin að nota og kannski einn og einn foreldri, til að fylgjast með….(Trackwell Software ofl.).
Svo væri kanski sniðugt að vera með samskonar búnað og þegar verið er að fylgjast með ferðum fiska(það tekur lítið pláss og er vatns-helt).
21.12.2005 at 19:11 #536056Sæþór er pattinn ekki dísill? þetta eru bensínbílar sem ég er að tala um.
En takk fyrir gott að fá svona viðmiðun (á bíum í sama eyðslu eða þyngdar flokkum t.d. dísill v.s. bensín þó vildi ég fá sem mest um súkkurnar. takk
21.12.2005 at 19:05 #536054Takk fyrir aðarlega Magnús .
Nú gerðist það sem oft vill gerast hér, að umræðan fer út í allt annað en fyrirhugað var.
Ég var að reyna að fá eitthvað meðaltal yfir eyðslu á súkku vitara 2L langri sjálfsk. á 33" því vinur minn verslaði sér svoleiðis (því ég mældi með því vegna eyðslu og lágum rekstrarkostnaði) en sá bíll er að eyða hér innan bæjar um 20-21 lítrum (eftir að ath. hraðamælinn betur). (svo fór þessi umræða bara útí hiclone og annað)….
p.s. KIA sportage 2 lítra sjálfsk. ´96 á 30" er að eyða hjá pabba um 15-16 lítrum (þyngri og stærri bíll (í þyngd og málum, álíka stór og Grand vitara).
15.12.2005 at 00:21 #196867Sælir félagar , hef ég eina spurningu fyrir þá sem vita:
Hvað eyðir Suzuki Vitara (?ca. ´97) 2Lítra sjálfsk. löng á 33″ dekkjum?
11.12.2005 at 15:40 #535504Þekki einn sem var með gamla Blazer og 350 TPI undir húddinu og var á 38" mudder með eiðsluna um 18L/100Km blandað og fína orku, svo var breytt og sett 44" Trexus þá fór bíllin bara að súpa bensín og páwerið ekki 100%, sem sýndi það að mótorinn var of lítill fyrir nýu dekkinn. Svo var bíllinn seldur………
11.12.2005 at 10:48 #535500Einsog allir vita þá er xx betri en xx..! En nú er ég enginn fræði-maður á þessu sviði en ætla samt að minna menn á, að eitt er ekkert endilega betra enn hitt. Ok.. við erum all-oft að segja öðrum að fá sér þetta frekar en hitt.
En þá er það málefnið: Dísell eða bensín, Nútíma dísill eyðir mun minna en gamli dísill en bilar meira og dírara að gera við, svona almennt ekki endilega þó, eins er með bensínið en þar er minni munur á.
En bensín vs. dísil þá mundi ég halda að dísillin (skemmtilegri með túrbó en bilar meir) eyddi minna, en bensínið væri meira til friðs (og yfirleitt snarpari, skemtilegri sportari) og minni auka kostnaður.
Og svo er það big block vs. small block: Erum við ekk komnir út í notkunargildi núna, (sem ætti kanski helst að fylgja spurningunni: hvað á ég að fá mér), ætlaru að vera á inngjöfinni og sprauta soldið mikið eða bara geta notað það þegar þarf? og hvað á þetta að fara í (38" 46", þungt eða létt, hvar eru mörkin? 2t-2,?t eða hvað segið þið). þumalputtareggla: Bigblock í þungan bíl á stórum dekkjum en smallblock í liprari bíl. Þannig að þetta hefur allt kosti og galla á móti hvort öðru, hvaða eiginleikum er verið að leita að og hverju viljum við fórna?
Endilega að gagnrína/commentera þetta eða setja inn innslag um það hvenær er betra að nota þetta en hitt til að átta sig á mörkunum o…..takk fyrir. Kv. 1
10.12.2005 at 20:34 #535488Er með scout á 44" og hef 460 með beinni (´92 held ég) og er ég afar ánægður með þennann mótor, þíður fer alltaf í gang, hefur ekkert bilað nema einu sinni stíflaðist hjá mér í bensíninu (það var í ferð í setrið sem getið er um hjá mér á síðunni hér) Ægis félagar eru víst búnir að tjúna sínar vélar en mín er óbreitt og mig hefur aldrei skort afl og ef maður er að keyra um og undir 2000 snúningum (sem er ekkert mál) þá eyðir hann afar litlu en mun meira ef farið er yfir 3000 snúninga. Með svona mótor skal maður hafa Dana 60 (ég er með dana 44 að framan og 9" að aftan þess vegna spara ég svoldið inngjöfina braut itri öxlana fyrstum sinn… hefur haldist í lagi lengi…). Gæti svo sem alveg leift þér að kíkja á hann og fengið að finna, þarf að fara að hreifa hann því hann bara stendur hjá mér eins og stendur.
02.11.2004 at 19:18 #194780Mér finnst betra að hafa auglýsingar og vefspjall þráðina á aðalsíðunni en ekki bara link á þá. Þegar maður vill sjá hvort ný auglýsing er kominn (síðan í gær eða …) þá blasir það við þegar maður kemur inná síðuna. Takk fyrir.
Mætti að vísu bæta svolítið þessa hluta síðunar t.d. með leit o.fl. .
02.11.2004 at 18:41 #507596held að 4L sé MIKLU kraft meiri
02.11.2004 at 18:39 #507594Það var verið að tala um þetta hjér fyrir stuttu sjá:
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=3914#26961
02.11.2004 at 18:37 #507592Ef um gömlu kassalaga jepp-inn er að ræða þá tæki ég 4L(High output er vinnsælli) vegna kraftsins. 4L og 2,5 eiga að eyða svipað, þ.e.a.s ef 2,5 er með beinni innspýtingu (ekki blöndungur, þeir eyða víst meira). Ég spurði þá hjá Bíljöfri að þessu fyrir stuttu. Og ég átti sjálfur 4L.
26.10.2004 at 18:43 #507044Var með óbreyttan ´88 Lerado sjálskiptan(að sjálfsögðu), hann eyddi svona um 19 innanbæjar og svo lét ég hreinsa vélina og vacumið, þá eyddi hann um 16 til 17, þetta var sko alls engin sparakstur (alltaf komin strax á ferð, er nú samt ekkert hrifinn af glannaakstri, þó maður létt hestöflin oftast tala, jæja hvað um það, í svona hægari aksti(léttur umferðar-hraði) var hann að fara með um 15 innanbæjar. Það er alveg nauðsinnlegt að hafa allt vacum í lagi og nema (pústnema í sumum ofl.) og mér fannst það muna að hafa gott bætiefni á vélinni. Þeir eiga víst alveg að geta verið í kringum svona 14 L/100Km. Þá er ég að tala um 4L Kassalagaða típan. Takk fyrir.
03.07.2004 at 09:23 #504526Ég lenti vandræðum með dekkjaval á súbarúnum mínum sem sést í myndaalbúminu, þar sem hann er þetta léttur fékk ég að prófa hjá dekkjaverkstæðunum að setja undir dekk og sjá hvernig hann stóð í dekkin með með úrhleypt. Niðurstaðan varð Hankook Mödderinn en milligrófi Hankookinn (þessi algengi) var alltof harðu, það valla sást á dekjunum að það vantaði loft jafnvel alveg loftlausum.
(eru annars ekki nýu BF.G dekkin orðin mýkri?.svo man ég ekki svo glökt hvernig hin dekkin voru, minnir samt að Goodyearinn hafi verið til mjúkur og firestone.)
02.07.2004 at 00:43 #504386… súbinn minn er skráður/vigtaður 1160KG ef ég væri með súkku hásingar væri hann léttari en þá mundi ég tapa gríðalegri hæð, og aksturseiginleikum, undir lægsta punkt þar sem hann er hærri en scoutinn minn þegar hann er á 38" en örlítið lægri en hann á 44" þar sem ég er með littla hásingu 9"ford (lítil kúla). Scoutinn er stimplaður öflugri bíll (en er það EKKI) en ég vil vera á stórum og rúmgóðum bíl í langri ferð. Og svo er það það að stundum er betra að vera á þungum bíl (þegar maður þarf að geta rutt miklu á undan sér, stór börð eða mjög djúpu púðri osv….),En að mér finnst ég lang oftast gomast mest á léttum bíl sem er snar í snúningum eins og þú ert kanski að leita þér að með þessari aðferð.
Ég mæli með að nota bara annaðkvort sterkan sjálfberandi eða léttan grindarbíl og skera þá bara nógu helv… mikið og breikka og lengja.
(Súbinn minn fór framm úr öllum vonum en hann er lítill og ekki góður í löng ferðalög með helling að farangri.)
02.07.2004 at 00:22 #504384Sjálfberandi boddi eru vanalega þyngri en boddí af grindarbíl. þar af leiðir hlítur þú að fá enn þyngri bíl (miðað við pláss) en að nota gömlu aðferðina, því það er til fult af sniðugum boddíum. En með svona fólksbílaboddíum fær maður lægri þyngdarpunkt. Dæmi þú nefnir súban á 38" unni hann er með hásingar settur á grind (man ekki þyngdina en minnir að slíkur bíll er um 1200 ++ Kg svo kemur grind Rocky er um 1400Kg hann er á grind og á stærri dekkjum original(það er 2.dyra gamli kassalaga cherokee líka hann er að vísu með sjálfberandi boddíi) svo þyngdar munur er orðinn sára lítill. Þannir að ég mæli ekki með því að setja grind undir grindarlausan(sjálfberandi) bíl. Sjá súbann minn….
19.04.2004 at 21:28 #499359Töff festa hjá þér enn og aftur. Alltaf gaman þegar þú ert annars vegar.
En nú vil ég benda öðrum á að Fastur er ekki fastur svo títt og ótt vegna klaufaskaps, og NEI, svo aldeilis ekki heldur er þetta hið mikla skemmtanagildi sem hann færir okkur. Mættu fleiri taka þetta sér til fyirmyndar, en þó alls ekki ef kunnátan er ekki nóg (hún kemur með þolinmæðinni).
…..
Takk fyrir og megi Fastur lengi lifa
kv. Reynir
01.04.2004 at 13:35 #459424Bara að setja inn svo þetta haldist inni hér framalega á vefnum. Og sjá til hvort vefsjóri okkar sjái leið til að setja leitina á Aðalsíðu okkar.
Veit ég að hann hafi fullann vilja, en þarf sennilega að ath. ýmislegt áður (leifi o.s.frv.).
Takk fyrir.Kv. Reynir
31.03.2004 at 11:58 #459410Herra vefstjóri.
ER mögulegt að settja þessa krækju frá Haffa inn á Aðalsýðu vorra? svona allavegna til að byrja með.
Takk fyrir
kv. R-3125
31.03.2004 at 11:54 #459408þrafalt hiphiphúrrei
(smá beiðni: nennir þú að stja líka inn fyrir auglýsingar?)Takk takk Kv.Reynir
31.03.2004 at 11:01 #459400Já og svo væri kanski ekki vitlaust að hægt væri að setja inn tíma/dagsetningu: ekki eldra enn …. eða á tímabilinu *** o.s.frv.
takk fyrir mig
-
AuthorReplies