FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Marsferð Litlunefndar 2012

18.03.2012 by Ólafur Magnússon

Úr LitlunefndarferðLaugardaginn 17. mars fór Litlanefndin í mánaðarlega dagsferð sína.  Í ferðinni voru um 50 bílar í 6 hópum, þar á meðal hópur frá starfsmannafélagi Strætó.  Stefnan var tekin á Skjaldbreiðarsvæðið og var ákveðið að breyta svolítið til í þetta sinn og fara sunnanfrá í stað þess að fara Kaldadalsveg og línuvegin eins og oft er gert, meðal annars í janúarferð Litlunefndar.
Farið var á Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem gert var stutt stopp áður en farið var upp á nýja Lyngdalsheiðarveginn.  Af honum var haldið yfir á gamla veginn og komst hópurinn mjög fljótlega í snjó, þétt og gott færi.  Það tók nokkurn tíma að komast upp að vörðu, margir sem þurftu að hleypa úr og átta sig á hvernig best er að keyra í því færi sem boðið var uppá.  Veður var ekkert sérstakt um morguninn, reyndar var nokkuð bjart yfir, en frekar hvasst og nokkur skafrenningur.  Kalt var úti og kólnaði eftir því sem leið á daginn, en jafnframt lygndi og var hið besta veður yfir daginn, ekki hægt að hugsa sér það betra.  Færið var einnig fullkomið og eftir að komið var upp að vörðu var fátt sem stoppaði hópinn, hægt var að keyra um allt og nýttu menn sér það vel.  Einn bíll var ekki að ráða við færið, en hann affelgaði við vörðuna og reyndist vera með felgur sem réðu illa við úrhleypingar.  Einn öryggisbíllinn fylgdi honum því til baka, gaf honum loft og sendi svo heim, en öryggisbíllinn snéri svo við, elti hópinn og náði honum við Skjaldbreið.  Einhverjir höfðu þá farið að Tjaldafelli og fengið sér nesti en aðrir fóru af stað upp fjallið Skjaldbreið.  Allir reyndu við fjallið en í um 800 mys kom belti með mjög þungu færi þar sem skildi á milli bíla.  Nokkrir fóru alla leið á toppinn, aðrir stoppuðu og nutu útivistar í fjallinu.

FacebookTwitter

Filed Under: Litlanefnd

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.