Hér er slóðin inn á Vatnajökulsþjóðgarðinn.
Hér geta menn lesið yfir lokatillögur að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Ferðafrelsisnefndin hefur eftir krókaleiðum komist yfir sumar af þessum skýrslum sem allar hafa í för með sér stórfellda skerðingu á ferðafrelsi almennings í landinu. Virðist sem göngumenn hafi komið upp heildrænu nálgunarbanni í kringum sig þannig að fólk á vélknúnum ökutækjum getur hvergi um frjálst höfuð strokið og er bannaður akstur jafnt sumar sem vetur á svæðum þar sem göngumenn hafa ekki einu sinn notað til gönguferðar og er þá vísað í að ekki megi trufla göngufólk.
a. Að afmarka belti fyrir helstu vetrarakstursleiðir utan jökla og á jökli.
„Mikilvægt er að skilgreina betur helstu vetrarakstursleiðir á hálendinu og á jökli. Það minnkar líkur á árekstrum milli mismunandi útivistarhópa“
Hér má sjá skýrslur er snúa að vestursvæðinu, austursvæðinu og norðursvæðinu en enn vantar skýrsluna fyrir suðursvæðið. Verður henni bætt hér inn um leið og hún berst.