Norðursvæðið
c. Askja
Forsendur fyrir sérstakri verndun. Í Öskjukerfinu er megineldstöðin Dyngjufjöll með sigdældinni Öskju og a.m.k. tveimur öðrum öskjusigum, annað þeirra er sjálft Öskjuvatnið. Í Öskju er háhitasvæði og í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um mat á verndargildi háhitasvæða er lagt til að svæðið við Öskju fái hámarksvernd en þar segir um svæðið. „Formhrein megineldstöð með stórri öskju. Lítil askja og Öskjuvatn mynduðust í stórgosi 1875. Ljósar vikurbreiður frá gosinu lita landið sem annars er grásvart og brúnt. Í gosinu myndaðist m.a. flikruberg sem er fágætt á landsvísu.“ (bls. 40). Verndargildi svæðisins er metið hátt með tilliti til jarðfræði, landslags, útvistar, upplýsinga- og
efnahagslegs gildis. Askja var áður friðlýst sem náttúruvætti og samkvæmt reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð gilda þar sérstakar reglur. Askja er vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á hálendinu norðan Vatnajökuls.
Um svæðið gilda eftirfarandi sérreglur:
Tjöldun er óheimil. Undantekningar eru háðar leyfi þjóðgarðsvarðar.
Akstur á snjó er óheimill milli 1. maí – 31. október. Undantekningar eru háðar leyfi
þjóðgarðsvarðar.