Hér má sjá LOKADRÖG að tillögum um verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarð Austur. Hún gengur út á það í megindráttum að raða mismunandi ferðahópum í sér hólf eftir því hvar þeir mega fara um á jöklinum og á fyrirfram skilgreindum tíma.
8.3. Vetrarakstursleiðir og akstursleiðir á jökul
Helstu markmið:
a. Að afmarka belti fyrir helstu vetrarakstursleiðir utan jökla og á jökli.
Mikilvægt er að skilgreina betur helstu vetrarakstursleiðir á hálendinu og á jökli. Það minnkar líkur á árekstrum milli mismunandi útivistarhópa, eykur öryggi ferðamanna og minnkar líkur á að ferðamenn valdi spjöllum á náttúrunni. Í framhaldinu þarf að afmarka akstursbelti (og gönguskíðabelti þar sem það á við) þar sem vetrarakstur getur rúmast með góðu móti út frá öryggissjónarmiðum, náttúruverndarsjónarmiðum og án þess að trufla skíðafólk.