Litlanefnd stefndi á Mýrdalsjökul í aprílferð 2009. Vegna veðurs á jöklinum, var áætlun breytt og haldið í bjartara veður að fjallabaki. Farið var upp hjá Keldum og fóru fyrstu hópar alveg í Dalakofann undir Laufafelli, en aðrir styttra. Flestir komust að Hungurfitsleið.
Myndasafn 1 – Ólafur Magnússon
Myndasafn 2 – Ólafur Magnússon
Myndasafn 3 – Kristinn Helgi Sveinsson
Myndasafn 4 – Hróar Pálsson
Myndasafn 5 – Magnús Bs
Myndasafn 6 – Þór Ingi Árdal

Hópurinn hittist á Select við Vesturlandsveg laugardaginn 21. mars kl. 8:30. Síðan var haldið af stað stystu leið um Hvalfjarðargöngin og Borgarfjörð upp í Húsafell þar sen hópurinn var þéttur. Þaðan var ekið upp að skálanum Jaka, við rætur Langjökuls og síðan upp á hábungu jökulsins. Ferðin átti að enda í Húsafelli, en flestir stærri bílarnir fóru heim um Kaldadal.
Fyrsta áætlun var að fara Kaldadal og upp að Langjökli, en ferðaáætlunin breyttist í að fara línuveg norðan Skjaldbreiðar, austur að Hlöðufelli og Gjábakkaveg niður á Lyngdalsheiði. Ferðin tók fyrir síðasta hópinn 22 klukkutíma og tveir bílar voru skildir eftir vestan við Hlöðufellsskála. Þeir bílar voru síðan sóttir á sunnudeginum. Stórkostleg ferð á fjöllum!!!!