33 bílar fóru frá Select við Vesturlandsveg laugardaginn 21. nóvember kl. 8:30. og héldu inn á Gjábakkaveg (Lyngdalsheiði) og þaðan að Bragabót (vörðunni). Leiðin átti síðan að liggja í átt að Hlöðufelli og jafnvel inn að Geysi. Það kom síðan kall í talstöðinni um flott veður á Langjökli og var ákveðið að halda þangað.
Kynningarfundur vegna ferðar Litlunefndar 21. nóvember er í kvöld kl. 20:30
Litlanefnd minnir á að í kvöld fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:30 verður kynningarfundur vegna ferðar Litlunefndar 21. nóvember. Fundurinn er í félagshúsnæði Ferðafélagsins 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3. Á fundinum er farið yfir ferðaplan, grunnbúnað í jeppaferðum og fleira sem tengist ferðinni. Fararstjórar sem komast verða á staðnum og verða kynntir.
Skráning hafin í nóvemberferð Litlunefndar
Litlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 21. nóvember n.k.
Áætluð leið liggur frá Þingvöllum á Gjábakkaveg, að „vörðunni“ og inn á svæðið í kring um Skjaldbreið. Áætlað er að halda til byggða við Þingvöll. Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár, eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.
Ferð litlunefndar í Hungurfit 31. október 2009
Litlanefnd fór frá Select við Vesturlandsveg með um 40 bíla laugardaginn 31. október. Fyrst var stoppað á Skeljungsstöðinni á Hvolsvelli og talstöðvum dreift. Síðan farið inn Fljótshlíð, inn Emstruleið og inn að Markarfljótsgljúfrum.
Kynningarfundur fyrir ferð Litlunefndar í Hungurfit er fimmtudaginn 29. október kl. 20:30
Litlanefnd minnir á að fimmtudaginn 29. október kl. 20:30 verður kynningarfundur vegna ferðar í Hungurfit 31. október. Fundurinn er í félagshúsnæði Ferðafélagsins 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3. Á fundinum er farið yfir ferðaplan, grunnbúnað í jeppaferðum og fleira sem tengist ferðinni. Fararstjórar sem komast verða á staðnum og þeir kynntir.
Við minnum á að skráning er opin í ferðina til miðnættis fimmtudaginn 29. október á litlanefndin@f4x4.is. Leiðbeiningar um skráningu er að finna hér.
Skráning hafin í októberferð Litlunefndar
Litlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 31. október n.k. Við ætlum að fara svokallaða Hungurfitsleið.
Áætluð leið liggur frá Hvolsvelli, inn Fljótshlíð eftir Emstruleið að Markarfljótsgljúfrum, en þar verður stoppað og gljúfrin skoðuð. Við förum svo aftur inn á Emstruleið og þaðan inn á Hungurfitsleiðina við Markarfljótsgljúfur (N63 46.726 W19 25.188), skammt sunnan Mosa. Þaðan til vesturs í Þverárbotna, en þar stoppum við, borðum nesti og hvílum okkur á akstrinum. Eftir nestisstop förum við norður að Krók (N63 49.919 W19 24.441), siðan nánast beint til vestur að Hungurfitsskála (N63 50.547 W19 32.833) og þaðan inn á Fjallabaksleið Syðri (N63 51.304 W19 34.210). Áætlað er að halda þaðan til byggða við Keldur (N63 49.486 W20 05.212). Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár, eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.
Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif. Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.
Ferðaklúbburinn 4×4 og Arctic Trucks skrifa undir samstarfssamning
Litlanefnd hefur í nokkurn tíma unnið að endurskoðun á upplýsingum fyrir nýliða í jeppamennsku og markmiðið að bjóða upp á gott aðgengi að faglegum og gagnlegum upplýsingum og hagnýtum námskeiðum fyrir fólk sem er að byrja að fara í jeppaferðir upp á hálendið. Þessu upplýsinga- og námskeiðsumhverfi er ætlað að styðja við bakið á árlegum nýliðaferðum Litlunefndar.
Ferð Litlunefndar inn á Kaldadal 21. febrúar 2009
Þann 21. febrúar 2009 var farið af stað frá Select við Vesturlandsveg og haldið til Þingvalla þar sem hópurinn var þéttur. Farin var Uxahryggjaleið og Kaldidalur og þaðan átti að fara upp að skálanum Jaka, við rætur Langjökuls, en stefnt var að fara á hábungu jökulsins. Kaldidalur var það erfiður að snúið var frá og til baka. Veðurspáin var einnig ekki upp á það besta, en spáð hafði verið miklum vindi og rigningu seinnipartinn.
Myndasafn 1 – Þór Ingi Árdal
Ferð Litlunefndar í Þórsmörk 19. september 2009
Hópurinn hittist á Select við Vesturlandsveg laugardaginn 19. september. Fyrst var stoppað á Skeljungsstöðinni á Hvolsvelli og síðan haldið í átt að Þórsmörk, stoppað við Seljalandsfoss til að mýkja í dekkjum og síðan haldið sem leið liggur í inn í Bása. Það var ekki mikið í Lóninu, en Hvanná var nokkuð djúp, en ekki breið. Í Básum var nesti borðað, farið í gönguferðir og spjallað saman. Farið var síðan yfir Krossá inn í Langadal og farið að vaðinu inn í Húsadal. Tekin var ákvörðun um að Húsadalsvaðið væri of djúpt og straumhraði of mikill fyrir lítið breytta bíla. Ferðalok voru við Seljalandsfoss á bakaleiðinni þar sem pumpað var í dekk og ferðinni slitið.
Myndasafn 1 – Guðmundur G. Kristinsson
Myndasafn 2 – Sigurður Magnússon
Myndasafn 3 – Kristinn Helgi Sveinsson
Myndasafn 4 – Ólafur Magnússon
Myndasafn 5 – Ólafur Magnússon
Myndasafn 6 – Þór Ingi Árdal
Myndasafn 7 – Sigurlaugur Þorsteinsson
Ferð Litlunefndar að Hagavatni 18. okt. 2008
Litlanefndin fór í góða ferð frá Þingvöllum, eftir línuveginum norðan Skjaldbreiðar yfir á Kjalveg. Þaðan var haldið að Hagavatni en síðan yfir Farið á vaði, niður Haukadalsheiði og endað við Geysi.
Myndasafn 1 – Ólafur Magnússon
Myndasafn 2 – Ólafur Magnússon
- « Previous Page
- 1
- …
- 5
- 6
- 7
- 8
- Next Page »