FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ferð Litlunefndar upp á Langjökul 19. febrúar 2011

21.02.2011 by Guðmundur G. Kristinsson

Um kl. 9:00 laugardaguinn 19. febrúar 2011 fóru af stað frá Shell á Vesturlandsvegi um 40 bílar sem tóku stefnu á Þingvöll. Veðrið í borginni var með besta móti, 4,5 stiga hiti og vindur um 6 m. á sec. Veðurspáin fyrir Kaldadal og nágrenni er ágæt og spáin var smá súld seinnipartinn. Hugsanlega mátti þó búast við snjókomu,en Kaldidalur liggur hæðst í 750 metra hæð.

þegar á Þingvöll var komið var ákveðið að fara upp Kaldadal og jafnvel upp að Jaka og þaðan upp á Langjökul. Ferðin upp Kaldadal var mikil skemmtun og sérstaklega fyrir óbreytta og lítið breytta bíla sem fengu á tímabili erfitt færi og voru að festa sig. Fyrstu hindranir af völdum snjóa var í brekkunum fyrir neðan neyðarskýlið á Kaldadalsvegi, en allir komust upp brekkurnar þó sumir hafi þurft að láta aðeins kippa í jeppana sína. Á tímabili var einn óbreyttur bíll settur aftaní Patról öryggisbíl til að flýta fyrir.

Filed Under: Litlanefnd

Skráning hafin í febrúarferð Litlunefndar

12.02.2011 by Ólafur Magnússon

Frá KaldadalLitlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 19. febrúar n.k. Stefnan er á okkar heimaslóðir eða svæðið í kringum Kaldadal.  Nánara leiðarval verður þegar nær dregur. Farið verður að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og síðan einhverja skemmtilega leið þaðan.  Ferðalok eru áætluð um kl. 18:00 við Þingvelli, Húsafell eða Geysi.

Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Í þessari ferð er munu minni bílar hafa forgang, þeas. 35″ og minni.  Eigendur stærri bíla geta skráð sig en fara þeir á biðlista þar til ljóst er hvort þeir komast með.  Hámarksfjöldi í ferðinni verður um 30 bílar auk farar- og hópstjórua.  Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif.  Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.

Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 16. febrúar n.k.

Skráning í ferðina „SMELLA HÉR„

Linkur á spjallþráð „SMELLA HÉR„

Undirbúnings og kynningarfundur verður í húsnæði ferðaklúbbsins að Eirhöfða, miðvikudagskvöldið 16. febrúar, kl. 20:30. Á kynningarfundinum verður farið yfir leiðaval og helstu öryggisatriði kynnt. Í framhaldinu verður stutt námskeið fyrir byrjendur í jeppamennsku.

Filed Under: Litlanefnd

Ferð Litlunefndar í Veiðivötn 15. janúar 2011

18.01.2011 by Guðmundur G. Kristinsson

Hópurinn hittist á Select við Vesturlandsveg laugardaginn 15. janúar kl. 8:30. Haldið er um Þjórsárdal í Hrauneyjar, en þar var stutt stopp og jafnframt síðasta eldsneytisstöð. Mikil hálka var á milli Búrfells og Hrauneyja en samt komust allir heilu og höldnu í Hrauneyjar og þaðan áfram inn að skálaþyrpingunni við Veiðivötn. Vöðin voru góð, vaðið á Vatnakvíslinni greiðfært, en svolitlar skarir voru á Fossvatnakvísl. Spennandi að fara þar um en lítill farartálmi. Einn bíll þurfti að snúa frá við Vatnakvísl en hann var með bilaðar driflokur, náði ekki að komast i fjórhjóladrifið og snéri því til byggða.

Filed Under: Litlanefnd

Kynningarfundur vegna Litlunefndarferðar

17.11.2010 by Ólafur Magnússon

Litlunefndarferð

Í kvöld, miðvikudaginn 17. nóvember, verður kynningarfundur fyrir alla skráða þátttakendur í Litlunefndarferðinni.  Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Ferðaklúbbsins 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3. (á bakvið Ísaga). Fundurinn hefst kl. 20:30 og eru allir ferðalangar hvattir til að koma.
Þegar kynningarfundinum er lokið verður boðið upp á stutt námskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur.
Litlanefnd

Filed Under: Litlanefnd

Skráning er hafin í nóvemberferð Litlunefndar

09.11.2010 by Kristján Kristjánsson

SkjaldbreiðLitlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 20. nóvember n.k. Farið verður um slóða í nágrenni við fjallið Skjaldbreið.  Fyrst verður ekið malbikið að Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Þar verður tekin lokaákvörðun um hvaða leið verður valin en það mun ráðast af veðri og færð.  Ferðalok eru áætluð um kl. 17:00 en staðsetning þeirra er óviss en þau fara eftir leiðarvali. Þau gætu orðið við Þjónustumiðstöðina, við Geysi í Haukadal eða við Húsafell.

Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif.  Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.

Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 17. nóvember n.k.

Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“

Linkur á spjallþráð „SMELLA HÉR“

Filed Under: Litlanefnd

Ferð Litludeildar í kringum Heklu 23. október 2010

25.10.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Stærsti hópurinn í ferð Litludeildar frá upphafi eða 56 bílar lögðu af stað á fallegum laugardagsmorgni frá Skeljungi við Vesturlandsveg kl. 09:00. Fyrsta stopp var á Hvolsvelli og siðan haldið upp hjá Keldum og stefnan tekin á Hrafntinnusker, síðan upp á Landmannaleið og til baka niður Landveg.

Við Laufafell var farið að bera á hálku og komin snjókoma sem sífellt var að aukast. Farið var að Dalakofa með helminginn af hópnum og hinn helminginn niður að nafnlausa fossi sem var kominn með þrjú nöfn þegar upp var staðið, „Nafnlausi fossinn“, Rúdolf og Lýsingur.  Markarfljótið var ekki mikill farartálmi, en brekkurnar þar fyrir ofan voru erfiðar vegna hálku. Eftir samráð hjá fararstjórum var ákveðið að snúa við og fara niður að Dalakofanum og inn á Hekluleið sem liggur norðan við þetta þekkta fjall. Þar var ekin skemmtileg leið um úfið hraun og síðan komið að gatnamótunum Vatnafjallaleiðar og leiðinni vestan við Krakatinda.

Filed Under: Litlanefnd

Haustferð Litlunefndar í Þórsmörk 25. september

16.10.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Það voru um 30 bílar sem lögðu af stað inn í Þórsmörk laugardaginn 25. september. Farið var malbikið að Seljalandsfossi, en þegar malbikinu sleppti var mýkt í dekkjum fyrir áframhaldið.  Stefnt var að því að fara í Bása, stoppa þar og borða nesti. Það kom fljótlega í ljós að margir lækir á leiðinni höfðu breyst í litlar ár og ljóst fljótlega að þetta gæti orðið erfið ferð.

Stoppað var við Lónið og þar sá fólk að það er nánast horfið. Þegar kom að Steinholtsá kom í ljós að hún var í miklum vexti og kannski hægt að komast yfir hana, en ljós að vatnið í henni ætti eftir að aukast. Nokkrir bílar fóru yfir, en eftir umræður fararstjóra var tekin ákvörðun um að snúa frá og halda til baka. Það kom síðan í ljós að þetta var rétt ákvörðun því fjöldi manns varð fastur inn í Þórsmörk fram á mánudag.

Myndaalbúm 1 – Sigurður Bjartmar Sigurjónsson
Myndaalbúm 2 – Pétur Friðrik Þórðarson

Filed Under: Litlanefnd

Skráning hafin í októberferð Litlunefndar

13.10.2010 by Ólafur Magnússon

HrafntinnuskerLitlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 23. október n.k. Farið verður malbikið að Keldum, austan Hellu, en þegar malbikinu sleppir verður mýkt í dekkjum fyrir áframhaldið.  Við stefnum á að fara eftir fyrri hluta Fjallabaksleiðar Syðri, norður fyrir Laufafell.  Þaðan förum við í Hrafntinnusker.  Frá Hrafntinnuskeri förum við upp og yfir þúsundmetrahólinn og þá niður Pokahrygg yfir á Landmannaleið.  Við fylgjum svo Landmannaleið á Landveg, þar sem ferðinni verður slitið.

Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 20. október n.k.

Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“

Linkur á spjallþráð „smella hér“

Filed Under: Litlanefnd

Skráning hafin í Haustlitaferð Litlunefndar

19.09.2010 by Ólafur Magnússon

KrossáLitlanefndin mun halda í Þórsmörk í dagsferð laugardaginn 25. september n.k. Farið verður malbikið að Seljalandsfossi, en þegar malbikinu sleppir verður mýkt í dekkjum fyrir áframhaldið.  Við stefnum á að fara í Bása, stoppa þar og borða nesti.  Síðan munum við skoða vöðin á Krossá bæði í Langadal og Húsadal.  Höldum svo til baka og endum ferðina við Seljalandsfoss.  Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Skráning er hafin og lýkur henni fimmtudagskvöldið 23. september n.k.

Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“

Linkur á spjallþráð „smella hér“

Filed Under: Litlanefnd

Frábær GPS ratleikur 27. mars 2010

27.03.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Enn einu sinni hefur Litlanefnd komið með nýjan flöt á þálfun fyrir nýliða, en laugardaginn 27. mars stóð nefndin fyrir GPS ratleik sem ætlað var að upplýsa jeppafólk um notkun þessa ómissandi tækis í ferðum á hálendinu. Það voru 6 hópar sem lögðu af stað frá Skeljungi við Vesturlandsveg þennan bjarta laugardagsmorgun og hver hópur fékk sína fyrstu GPS punkta, en enginn  hópur var með alveg sömu leið.  

Myndasafn 1 – Guðmundur G. Kristinsson

Filed Under: Litlanefnd

  • « Previous Page
  • 1
  • …
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • Next Page »

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.