Um kl. 9:00 laugardaguinn 19. febrúar 2011 fóru af stað frá Shell á Vesturlandsvegi um 40 bílar sem tóku stefnu á Þingvöll. Veðrið í borginni var með besta móti, 4,5 stiga hiti og vindur um 6 m. á sec. Veðurspáin fyrir Kaldadal og nágrenni er ágæt og spáin var smá súld seinnipartinn. Hugsanlega mátti þó búast við snjókomu,en Kaldidalur liggur hæðst í 750 metra hæð.
þegar á Þingvöll var komið var ákveðið að fara upp Kaldadal og jafnvel upp að Jaka og þaðan upp á Langjökul. Ferðin upp Kaldadal var mikil skemmtun og sérstaklega fyrir óbreytta og lítið breytta bíla sem fengu á tímabili erfitt færi og voru að festa sig. Fyrstu hindranir af völdum snjóa var í brekkunum fyrir neðan neyðarskýlið á Kaldadalsvegi, en allir komust upp brekkurnar þó sumir hafi þurft að láta aðeins kippa í jeppana sína. Á tímabili var einn óbreyttur bíll settur aftaní Patról öryggisbíl til að flýta fyrir.

Hópurinn hittist á Select við Vesturlandsveg laugardaginn 15. janúar kl. 8:30. Haldið er um Þjórsárdal í Hrauneyjar, en þar var stutt stopp og jafnframt síðasta eldsneytisstöð. Mikil hálka var á milli Búrfells og Hrauneyja en samt komust allir heilu og höldnu í Hrauneyjar og þaðan áfram inn að skálaþyrpingunni við Veiðivötn. Vöðin voru góð, vaðið á Vatnakvíslinni greiðfært, en svolitlar skarir voru á Fossvatnakvísl. Spennandi að fara þar um en lítill farartálmi. Einn bíll þurfti að snúa frá við Vatnakvísl en hann var með bilaðar driflokur, náði ekki að komast i fjórhjóladrifið og snéri því til byggða. 
Það voru um 30 bílar sem lögðu af stað inn í Þórsmörk laugardaginn 25. september.
Enn einu sinni hefur Litlanefnd komið með nýjan flöt á þálfun fyrir nýliða, en laugardaginn 27. mars stóð nefndin fyrir GPS ratleik sem ætlað var að upplýsa jeppafólk um notkun þessa ómissandi tækis í ferðum á hálendinu.