FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Litlanefnd með heyrnarlausum

04.12.2011 by Ólafur Magnússon

Við MeyjarsætiLaugardaginn 3. desember s.l. fór Litlanefnd ásamt nokkrum félögum úr hópstjóragenginu í dagsferð með félagi Heyrnarlausra.  Nokkrir úr þeirra hópi voru á eigin bíl, reyndar aðeins 3 þegar til kom, en aðrir fengu far með okkar bílum.  Stefnan var tekin á Kaldadal og Langjökul.  Færið var gríðarþungt, mikið frost og snjór þjappaðist ekkert.  Mjög erfiðlega gekk að komast upp brekkuna við Meyjarsæti.  Þar höfðu 38″ bílar snúið frá í miðri brekku og beið okkar það hlutverk að komast þar yfir með óbreytta bíla.  Okkur tókst að troða leiðina upp með 44″ bíl í 3-4 pundum og lóló.  Smám saman tókst 38″ bílum að fylgja förunum, eftir að þeir höfðu hleypt niður í 0,5 – 2 pund eftir bílum.  Reynt var að aka förin nokkrum sinnum til að þjappa og gekk það vel.  Loks tókst að koma öllum upp, en þeir minnstu þurftu að þiggja spotta til að klára brekkuna.

Var næst haldið að línuveginum og þyngdist færið smám saman eftir því sem við nálguðumst gatnamótin að Skjalbreiðarvegi.  Við gatnamótin var stoppað og bauð Félag heyrnarlausra þar upp á nesti og urðu allir saddir og sælir þar.  Var ákveðið að freista þess að komast áfram eftir Kaldadalsvegi en eftir mikið nudd og hæga yfirferð var snúið við áður en hópurinn komst að neyðarskýlinu. 

Einn okkar frábæru hópstjóra í Litlunefnd, Pétur Hans, er ættaður úr Skorradalnum og tók hann að sér að leiða hópinn á Uxahryggjaleið og þaðan yfir í botn Skorradals.  Var leiðin nokkuð þung og farið var að dimma, en þessi óvænti útúrdur var í raun toppur ferðarinnar.  Þegar komið var til byggða skammt innan Skorradalsvatns við bæinn Fitjar var pumpað í dekk og síðan haldið sem leið lá eftir þjóðveginum að Borgarfjarðarbrú.  Þaðan var var svo ekið fyrir Hafnarfjallið, göngin og til höfuðborgarinnar.

Litlanefndin þakkar hópustjórum aðstoðina og ferðalöngum öllum samveruna.

Filed Under: Litlanefnd

Nóvemberferð Litlunefndar

13.11.2011 by Ólafur Magnússon

Litlanefnd á LangjökliLitlanefnd fór síðustu ferð ársins 2011, laugardaginn 12. nóvember s.l.  Þar sem veður hafði verið milt, raunar hlýtt marga daga fyrir ferð, áttum við von á bleytu, jafnvel drullu á Kaldadal og svelli eða krapa á Langjökli.  Raunin var sú að á Kaldadal var nánast sumarfæri, með stöku sköflum.  Á jöklinum var vorfæri, svolítill krapi neðst, þá blautur snjór, klakablettir ofar og snjór enn ofar.  Veður var afbragðsgott, sólarglennur, stillt og hlýtt, en ský og þoka efst uppi á jöklinum.

Ferðin gekk í alla staði vel.  Á Kaldadal þurfti að tappa eitt dekk sem fór að leka.  Á Langjökli varð ein affelgun og eina rafmagnsviðgerð þurfti að framkvæma.  Nokkuð margar festur urðu en allir bílar komu heilir niður.  Ferðinni var slitið í Húsafelli.  Stór hluti fór malbikið heim, en nokkuð margir fóru Kaldadalinn, enda fljótfarinn og góður.

Næsta ferð Litlunefndar verður laugardaginn 21. janúar 2012.

Myndakvöld verður í félagsheimili F4x4 á opnu húsi, fimmtudagskvöldið 17. nóvember n.k.

Myndasöfn úr ferðinni
Ólafur Magnússon
– Myndasafn 1
– Myndasafn 2

Þór Ingi Árdal – Myndasafn

Kristján Kristjánsson
Myndskeið
Myndasafn

Filed Under: Litlanefnd

Skráning hafin í nóvemberferð Litlunefndar

06.11.2011 by Ólafur Magnússon

Litlanefnd við JakaSíðasta dagsferð Litlunefndar á þessu ári verður farina laugardaginn 12. nóvember n.k. Við ætlum að fara Kaldadalinn og reyna okkur við jökulröndina á Langjökli við Jaka.  Farið verður að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og þaðan upp á Kaldadal.  Af Kaldadalsvegi verður farið upp að skálanum Jaka og síðan eitthvað upp í jökulinn eins og okkur líst best á.  Höldum síðan í Húsafell en þar verður ferðinni slitið.

Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 9. nóvember n.k. En þá verður einnig kynningarfundur fyrir alla skráða þátttakendur.

Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“

Spjallþráður um ferðina „SMELLA HÉR“

Filed Under: Litlanefnd

Októberferð Litlunefndar

16.10.2011 by Ólafur Magnússon

Í LandmannahelliLaugardaginn 15. október s.l. gerði Litlanefndin aðra tilraun til að komast í Hrafntinnusker.  Lagt var frá Stöðinni við Vesturlandsveg í leiðinda veðri, rigningu og hvössu.  Farið var á Hvolsvöll og síðan inn á Fjallabaksleið syðri hjá Keldum, en þar var einnig mýkt í dekkjum.  Fyrst var blautt í veginum en fljótlega fór að koma snjór sem jókst eftir því sem ofar dró.

Síðasta ferð breyttist vegna gríðarlegrar hálku og nú var það sama uppi á teningnum.  Til stóð að skipta hópnum í tvennt, þannig að hluti færi niður að Nafnlausa fossinum (eða hvað menn vilja kalla hann) og hluti að Dalakofanum.  Þegar komið var að Laufafelli var svo blint og það mikil hálka að ákveðið var að allur hópurinn færi að Dalakofanum.  Þar var nesti snætt og hópstjórar ákváðu framhaldið.  Ákvörðun var tekin um að skoða það að fara austan Heklu yfir á Landmannaleið.

Ekið var inn á leiðina um Krakatind, þaðan um sanda og hraun að Heklurótum.  Á allri þeirri leið, yfir að Rauðuskál og brekkubrúninni við Trölla var góður snjór yfir öllu og þungir skaflar inn á milli. Fljótt varð mikil hálka og var krefjandi að fara um brekkur og hvörf þar sem þess þurfti.  Brekkan Trölli var erfið, fljótt breyttist snjórinn í glerhálku og rann einn bíll til og þurfti að spila hann lausan.  Þó stökk af stað hópur manna með skóflur og dreifði sandi yfir hálkuna.  Þar með varð leiðin greið og gekk öllum vel að komast niður.  Þessar aðgerðir tóku sinn tíma og héldu fyrstu bílar heim á leið, en aðrir biðu eftir að allir væru komnir niður.  Hópurinn tók þá svolítinn aukahring, inn í Landmannahelli og hringinn í kring um Sátu.  Þar var mjög góður snjór og skemmtilegt að sprauta eftir ókeyrðum veginum.  Þessi aukahringur gekk án vandræða og allir komust niður að snjólausum gatnamótum Landmannaleiðar og Landvegar þar sem ferðinni var slitið og pumpað í dekk.

Myndakvöld verður í félagsheimili F4x4 á opnu húsi, fimmtudagskvöldið 20. október n.k.

Hér eru nokkur myndasöfn úr ferðinni:
Pétur F. Þórðarson myndasafn

Ólafur Magnússon
myndasafn 1
myndasafn 2

Hans Ragnar Þór myndasafn

Sigurður Már Ólafsson myndasafn

Aron Berndsen myndband

Filed Under: Litlanefnd

Lokadagur skráningar í Litlunefndarferðina

12.10.2011 by Ólafur Magnússon

Á 1000metrahólAthugið að lokadagur skráningar í Litlunefndarferðina er í dag.

Frétt um ferðina, smellið hér.

Skráning í ferðina, smellið hér.

Filed Under: Litlanefnd

Opið fyrir skráningar í haustlitaferð Litlunefndar

15.09.2011 by Litlanefnd F4x4

Litlanefnd í ÞórsmörkLitlanefndin mun halda í Þórsmörk/Bása í dagsferð laugardaginn 24. september n.k. Farið verður malbikið að Seljalandsfossi, en þegar malbikinu sleppir verður mýkt í dekkjum fyrir áframhaldið.  Við stefnum á að fara í Bása, stoppa þar og borða nesti.  Síðan munum við skoða vöðin á Krossá bæði í Langadal og Húsadal.  Höldum svo til baka og endum ferðina við Seljalandsfoss.  Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 21. september n.k.

Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“

Linkur á spjallþráð „smella hér“

Filed Under: Litlanefnd

Litlanefnd í Landmannalaugar

18.04.2011 by Ólafur Magnússon

FestaLaugardaginn 16. apríl s.l. var síðasta ferð Litlunefndar þetta starfsárið.  Eins og að var stefnt var þetta frábær Litlunefndarferð. Um 45 bílar í 8 hópum sem lögðu af stað í Hrauneyjar frá Select. Ferðin gekk ljómandi vel, sumir stoppuðu í Árnesi til að bæta á eldsneyti, aðrir í Hrauneyjum. Við ákváðum að fara suðurfyrir Hrayneyjalónið, stíflugarðinn og gömlu Sigölduleiðina. Þar var mikið úrrensli og ekki nema á færi 38″ og stærri bíla að komast þar yfir og hjáleið var lítið betri.

Filed Under: Litlanefnd

Ratleikur Litlunefndar

18.04.2011 by Ólafur Magnússon

VerðlaunamyndinLaugardaginn 19. mars stóð Litlanefnd fyrir ratleik annað árið í röð.  Í þetta sinn var nægur snjór á suðvesturhorninu og voru bílarnir sendir í nágrenni höfuðborgarinnar, um Sandskeið, í Bláfjöll og þaðan á Reykjanes.  Farið var með Kleifarvatni inn á Suðurstrandarveg og síðan að Vigdísarvöllum þar sem lokapunktur ratleiksins var.  Frá þeim punkti fór hópurinn saman eftir Djúpavatnsleið að Sveifluhálsi þar sem ferðinni var slitið.  Veitt voru verðlaun fyrir best útfærðu rötun og var allur hópurinn sem fékk verðlaun.  Sá hópur sem sigraði var hópur C, undir leiðsögn Sverris Kr. Bjarnasonar.  Einnig voru veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu ljósmyndina, en þau verðlaun fékk Heiðar Freyr Steinunnarson.  Verðlaunin voru í boði Arctic Trucks. 

Nokkur myndaalbúm úr ratleik:

Þórarinn Guðjónsson
Heiðar Freyr Steinunnarson
Bragi Þór Jónsson
Ólafur Magnússon
Þór Ingi Árdal

Filed Under: Litlanefnd

Skráning hafin í aprílferð Litlunefndar

09.04.2011 by Ólafur Magnússon

Við FrostastaðavatnLitlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 16. apríl n.k. Við ætlum að enda ferðavetur Litlunefndar með stæl og stefnum á dagsferð í Landmannalaugar.  Við förum hefðbundna leið, í Hrauneyjar og þaðan inn á Sigölduleið.  Þræðum síðan hlíðarnar að Frostastaðavatni og að skálunum við Landmannalaugar.  Þar verður stoppað um stund áður en sama leið verður farin til baka.  Ferðalok eru áætluð við Hrauneyjar kl. 20:00 

Nú er kominn sá árstími að allt getur gerst í veðurfari.  Leiðin í Landmannalaugar er þekkt fyrir krapapolla þegar hlýnar í veðri og munum við meta stöðuna þegar nær dregur.  Ef hætta er á miklum krapa munum við velja aðra leið og verður þá líklegast farið á Kaldadalssvæðið, kíkt á Ok, Langjökul eða annað skemmtilegt.

Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst að öðru leiti, þar með talið að ferðin verði felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Í þessari ferð munu minni bílar hafa forgang, þ.e.a.s. 35″ og minni.  Eigendur stærri bíla geta skráð sig en fara þeir á biðlista þar til ljóst er hvort þeir komast með.  Hámarksfjöldi í ferðinni verður um 40-45 bílar auk farar- og hópstjóra.  Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa.  Það eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif.  Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.
Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 13. apríl n.k.

Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“ og veljið Skráning í aprílferð Litlunefndar
Linkur á spjallþráð „SMELLA HÉR„

Filed Under: Litlanefnd

Skráning hafin í marsferð Litlunefndar – ratleik

13.03.2011 by Ólafur Magnússon

Úr síðasta ratleikNú hefur verið opnað fyrir skráningu í gps-ratleik Litlunefndar sem fer fram laugardaginn 19. mars n.k.

Um er að ræða dagsferð og ekki hægt að segja frá ferðatilhögun, þar sem um ratleik er að ræða.  Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst frá því sem ákveðið hefur verið, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár, eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa og eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif.  Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.

Ekki er nauðsynlegt að vera með gps tæki til að taka þátt í leiknum, en óneitnalega er skemmtilegra fyrir þátttakendur að hafa slíkt tæki til að geta fylgst með.

Undirbúnings og kynningarfundur verður í húsnæði ferðaklúbbsins að Eirhöfða, miðvikudagskvöldið 16, mars, kl. 20:30. Mjög mikilvægt er að allir mæti en á kynningarfundinum verður farið yfir skipulagningu ferðarinnar og helstu öryggisatriði kynnt, auk grunnnámskeiðs í jeppamennsku fyrir þá sem hafa áhuga á því.

Við hittumst á „N64 07.434 W21 48.206“, sem er Shell, Select við Vesturlandsveg á laugardagsmorgninum kl. 8:30.  Skipt er í hópa í þessari ferð og ætlum við að senda hópana markvisst af stað með 10 – 15 mínútna millibili, fyrsta hópinn fyrir kl. 9:00.  Athugið að þetta er fremur létt ferð og lítið um torfærur, nema það verði búið að snjóa.  Við áætlum að vera komin til byggða fyrir kl. 18:00 á laugardagskvöldinu.

Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 16. mars n.k.

Skráningarform

Spjallþráður

Filed Under: Litlanefnd

  • « Previous Page
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • …
  • 8
  • Next Page »

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.