FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Litlanefnd í Landmannalaugar 16. mars

07.03.2013 by Litlanefnd F4x4

Marsferð Litlunefndar, taka 2.

Þá er loksins kominn vetur hérna á Klakanum, að minnsta kosti á hálendinu. Langtímaspáin fyrir Fjallabakssvæðið er mjög góð fram yfir 16. mars og því hefur Litlanefndin sett stefnuna á Landmannalaugar, laugardaginn 16. mars næstkomandi. Skráning í ferðina hefur þegar verið sett upp á vefnum og hana má nálgast hér.

Við hvetjum alla til að taka daginn frá, nýta tækifærið og skreppa með okkur upp í Laugar. Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldin miðvikudaginn 13. mars klukkan 20:30 í húsnæði félagsins að Eirhöfða.

Sjáumst hress

Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

Litlunefndarferð 2. mars 2013 aflýst

22.02.2013 by Litlanefnd F4x4

Því miður verðum við að tilkynna ykkur að Litlunefndarferð sem átti að fara um næstu helgi hefur verið aflýst vegna afleitra veðurskilyrða og ófærðar. Svo virðist sem spár um kólnandi veður um miðja þessa viku muni ekki ganga eftir og því má reikna með að allt hálendið hér í nágrenninu verði ófært Litlunefndinni vegna krapa og-/eða drullu. Þar sem að það er ekki í anda Ferðaklúbbsins að leggja af stað í óvissu með stóran hóp af fólki né að taka áhættu með að fara um með stóran hóp af bílum á blautum vegum þar sem hætta er á skemmdum sjáum við okkur ekki fært annað en að aflýsa ferðinni sem átti að fara laugardaginn 2. mars.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að um og eftir helgina á að koma mikið kuldaloft yfir landið og því eru líkur á að aðstæður á fjallvegum muni fara batnandi á næstunni. Við höfum því ákveðið að stefna á að ferðin verði farinn laugardaginn 16. mars næstkomandi og munum við þá auglýsa nýja skráningu þegar líður fram í næstu viku. Þið athugið að skráningar í aflýstu ferðina munu EKKI flytjast sjálfkrafa yfir í nýja ferð og því þurfa allir að skrá sig aftur sem hafa áhuga á að koma með okkur.

Bestu kveðjur í bili og sjáumst vonandi þann 16. mars næstkomandi.

Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

Næsta ferð Litlunefndar

07.02.2013 by Litlanefnd F4x4

Litlanefndin þakkar góða þátttöku í síðustu ferð. Því miður voru veðurguðirnir okkur ekki nógu hliðhollir á Langjökli, en þeir hafa nú lofað bót og betrun.

Við erum því bjartsýnir á næstu ferð, og nokkuð vissir um að þetta trend, sem er gott veður á virkum dögum og lægðir um helgar, eigi eftir snúast við.

Dagsetningin næstu ferðar hefur verið ákveðin laugardaginn 2. mars. Leiðarval hefur ekki verið staðfest ennþá, en við stefnum á svæðið að Fjallabaki og- eða í nágrenni við Heklu. Skráning í ferðina mun hefjast hér á vefnum þann 21. febrúar og verður þá búið að ákveða leiðina.

Takið daginn frá, skráið ykkur á vefnum og sjáumst hress á kynningarfundi þann 27. febrúar næstkomandi.

Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

Almenn skráning hafin í janúarferð Litlunefndar

10.01.2013 by Litlanefnd F4x4

Nú er almenn skráning hafin í janúarferð Litlunefndar.

Eins og flestir hafa orðið varir við hafa veðurguðirnir ekki verið okkur hliðhollir í vetur hvað varðar vetrarfæri. Af þeim sökum höfum við í Litlunefndinnni ákveðið að breyta út af áður auglýstri ferðaáætlun. Ætlunin var að reyna við Skjaldbreið, en vegna snjóleysis er slíkt ekki mögulegt. Ekki er heldur útlit fyrir að bæti í snjóalög fram að 19. janúar og því er Skjaldbreiður úr sögunni. Hins vegar er langtímaveðurspáin mjög hagstæð hvað varðar ferðir á Langjökul þessa helgi. Spáð er frosti og rólegu veðri fram að ferðadegi og því eru miklar líkur á hörðu og góðu færi á jökulinn þennan dag, ef að veðurspár ganga eftir. Við stefnum því á Jaka og að fara upp á jökulinn þar og keyra örugga leið undir stjórn farastjóra upp á hábungu jökulsins.

Við hvetjum alla áhugasama til að taka frá daginn og koma með okkur í skemmtilega ferð á Langjökul. Skráningarformið má finna hér.

Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldin í félagsheimili ferðaklúbbsins að Eirhöfða 11, miðvikudaginn 16. janúar klukkan 20:30. Að fundinum loknum verður svo boðið upp á stutt kynningarnámskeið í jeppamennsku.

Bestu kveðjur og sjáumst hress,

Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

Janúarferð Litlunefndar

28.12.2012 by Litlanefnd F4x4

Litlanefndin óskar öllum ferðalöngum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir skemmtilega samveru á árinu sem er að líða.
Næsta ferð Litlunefndar verður farinn þann 19. janúar næstkomandi og er hugmyndin að fara krefjandi ferð upp á Skjaldbreið.
Skráning í ferðina hefst á nýju ári og verður auglýst nánar á vefnum þegar nær dregur.
Áhugasamir takið daginn frá og farið að láta ykkur hlakka til.
Bestu kveðjur og hafið það gott um áramótin
Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

Skráning hafin í nóvemberferð Litlunenfdar

11.11.2012 by Litlanefnd F4x4

Þá er skráning loksins hafin í nóvemberferð Litlunefndar sem farin verður laugardaginn 17. nóvember næstkomandi.

Ferðin hefst við Stöðina á Vesturlandsvegi klukkan 8:30 þar sem raðað verður í hópa. Því næst verður lagt á malbikið og keyrt á Laugarvatn um Mosfellsheiði og Þingvelli. Við Laugarvatn verður svo keyrt upp Miðdalsfjall framhjá Gullkistu að Brúarskörðum þar sem upptök Brúará verða skoðuð, en þar sprettur áin út  úr berginu. Eftir stutt stopp verður svo ekið í átt að Hlöðufelli og farið vestur fyrir fjallið og upp á línuveginn. Þar tökum við svo stefnuna í austur og ökum um Mosaskarð og yfir Haukdalsheiði og komið niður Geysi þar sem ferð verður slitið.

Samkvæmt heimildum Litlunefndar er kominn einhver snjór á þetta svæði og því er útlit fyrir spennandi og skemmtilega ferð.

Skráning í ferðina fer fram hér og stendur yfir til miðvikudags 14. nóvember. Þá um kvöldið verður kynningarfundur um ferðina í húsakynnum ferðaklúbbsins að Eirhöfða 11 og hefst hún klukkan 20:30. Að kynningarfundinum loknum verður svo boðið upp á grunnnámskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur þátttakendum að kostnaðarlausu.

Bestu kveðjur og sjáumst hress.
Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

Litlunefndarferð þann 17. nóvember næstkomandi

23.10.2012 by Litlanefnd F4x4

Þann 17. nóvember er komið að nóvemberferð Litlunefndar.

Ferðin hefst við Stöðina á Vesturlandsvegi klukkan 8:30 þar sem raðað verður í hópa. Því næst verður lagt á malbikið og keyrt á Laugarvatn um Mosfellsheiði og Þingvelli. Við Laugarvatn verður svo keyrt upp Miðdalsfjall framhjá Gullkistu að Brúarskörðum þar sem upptök Brúará verða skoðuð þar sem áin sprettur  úr berginu. Ekið í átt að Hlöðufelli og farið vestur fyrir fjallið og línuvegi og ekið austur um Mosaskarð og yfir Haukdalsheiði og komið niður Geysi þar sem ferð verður slitið.

Skráning í ferðina hefst næstkomandi laugardag þann 10. nóvember og stendur yfir til miðvikudags 14. nóvember. Þá um kvöldið verður kynningarfundur um ferðina í húsakynnum ferðaklúbbsins.

Bestu kveðjur og sjáumst hress.
Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

Næsta ferð Litlunefndar

11.10.2012 by Litlanefnd F4x4

Á fundi Litlunefndar var ákveðið að sameina skyldi október- og nóvemberferð Litlunefndar í ár. Ástæðurnar eru margþættar, en má þar helst nefna snjóleysi og hátt eldsneytisverð.

Þessi sameiginlega ferð verður hins vegar farinn laugardaginn 3. 17.nóvember næstkomandi og er stefnan sett á Hlöðufell og svæðið þar um kring. Ef aðstæður leyfa munum við fara upp hjá Miðdal, koma við í Brúarárskörðum og stefna á Hlöðufell. Þaðan verður svo farið niður að Geysi ef mögulegt er.

Að sjálfsögðu vonumst við eftir því að einhver snjór verði kominn á svæðið, af því að það er nú einu sinni uppáhaldið okkar. Ferðin verður auglýst nánar þegar nær dregur og munum við þá tilkynna upphafsdag skráningar.

Glöggir félagsmenn átta sig væntanlega á því að þessi dagsetning skarast við árshátíð ferðaklúbbsins, en stefnan verður sett á að vera komin í bæinn áður en hún byrjar.

Endilega takið daginn frá og fylgist með skráningu hérna á vefnum.

Bestu kveðjur, Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

Skráning hafin í Septemberferð Litlunefndar

14.09.2012 by Litlanefnd F4x4

Nú er almenn skráning í Haustlitaferð Litlunefndar í Þórsmörk hafin. Ætlunin er að fara frá Stöðinni við Vesturlandsveg laugardaginn 22. september og keyra að Seljalandsfossi þar sem mýkt verður í dekkjum áður en lagt verður í Þórsmerkurveg. Ef aðstæður leyfa munum við m.a. keyra með hópa upp að Gígjökli og fleira skemmtilegt. Langt stopp verður tekið í Básum og er ætlunin að bjóða upp á heitt grill ef fólk hefur áhuga á því að taka með sér pylsupakka eða annað einfalt á grillið.

Skráning stendur yfir fram á miðvikudag 19. september en það kvöld verður kynningarfundur vegna ferðarinnar klukkan 20:30 í húsnæði Ferðaklúbbsins 4×4, Eirhöfða 11.

Skráning hér

Filed Under: Litlanefnd

Haustlitaferð Litlunefndar í Þórsmörk og Goðaland

10.09.2012 by Litlanefnd F4x4

Síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að Litlanefndin hefji starfsár sitt með haustlitaferð í Þórsmörk og Goðaland. Ekki er ætlunin að breyta út af vananum að þessu sinni og því hefur verið ákveðið að nota laugardaginn 22. september næstkomandi undir slíka ferð. Skráning og framkvæmd ferðarinnar verður á hefðbundin hátt og verður opnað fyrir skráningu þátttakenda þegar nær dregur helgi og verður það auglýst nánar hér á síðunni þegar að því kemur.

Við hvetjum alla áhugasama um skemmtileg ferðalög að taka frá daginn og koma með okkur í skemmtilega ferð í litaparadísina á milli jökla.

Bestu kveðjur og sjáumst hress.

Litlanefndin

Filed Under: Litlanefnd

  • « Previous Page
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • …
  • 8
  • Next Page »

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.