Laugardaginn 16. apríl s.l. var síðasta ferð Litlunefndar þetta starfsárið. Eins og að var stefnt var þetta frábær Litlunefndarferð. Um 45 bílar í 8 hópum sem lögðu af stað í Hrauneyjar frá Select. Ferðin gekk ljómandi vel, sumir stoppuðu í Árnesi til að bæta á eldsneyti, aðrir í Hrauneyjum. Við ákváðum að fara suðurfyrir Hrayneyjalónið, stíflugarðinn og gömlu Sigölduleiðina. Þar var mikið úrrensli og ekki nema á færi 38″ og stærri bíla að komast þar yfir og hjáleið var lítið betri.