Nú er hin sívinsæla landgræðsluferð f4x4 að bresta á um helgina. Farið verður í Þjórsárdalinn og gist á tjaldsvæðinu Sandártungur sjá nánar á spjallþræðinum „Skráning í Landgærðsluferð“ https://old.f4x4.is/index.php?p=106215&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p106215
Tæplega 60 manns með börnum eru búnir að skrá sig og tryggja sér verðlaunamat á laugardagskvöldið eftir vel unnin landgræðslustörf. Guðjón sem börnin kalla afa sem og Hreinn o.fl. frá skóræktinni verða á svæðinu og sýna börnunum réttu handtökin við landgræðslu og eitthvað hrikalega skemmtilegt.
Þeir sem ekki hafa skráð sig nú þegar, félagsmenn sem og gestir og gangandi eru að sjálfsögðu velkomnir á svæðið en þurfa þá sjálfir að sjá sér fyrir matarföngum.
Vinsamlegast leytið uppi meðlimi Umhverfisnefndar þegar komið er á svæðið.
Kv. Umhverfisnefnd f4x4