Umhverfisnefnd ferðaklúbbsins 4×4 boðar til birkifræjaferðar í samstarfi við Hekluskóga. Blásið er til þessarar frábæru fjölskylduferðar laugardaginn 18.09.2010. Farið verður frá Shell Select við Vesturlandsveg kl.11.00 og keyrt að tjaldstæðinu Sandártungu í Þjórsárdal, þar sem við hittumst kl.13. Unnið verður við söfnunina í 3 til 4 klukkustundir og reynt verður að safna eins miklu af birkifræjum og hægt er. Á síðu Heklusóga er skýringin á því hversvegna þetta starf er svo mikilvægt, en þar stendur; „Hugmyndir um Hekluskóga eru að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu“. Það hefur sýnt sig eftir gosið í Eyjafjallajökli hversu mikilvægt þetta uppbygginga- og ræktunarstarf er.
Skráning í ferðina fer fram á spjallþræðinum hér til hliðar, en líka er hægt að senda Umhverfisnefndinni póst á umhverfisnefnd@f4x4.is eða hringja í Diddu í síma 694 8862. Gott er að fá að vita svona c.a fjölda í hverjum bíl
Við vonumst til að sjá sem flesta félaga.
Kveðja
Umhverfisnefnd