Áður auglýst kynningarkvöld vegna nýliðaferðar Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldið í félagsheimili 4×4 að Eirhöfða 11, skemmu 3, Miðvikudagskvöldið 30. Nóvember næstkomandi og hefst það stundvíslega klukkan 20:00.
Farið verður yfir ferðaáætlun, leiðir, öryggismál og fleira. Þáttakendur fá einnig upplýsingar sendar um greiðslufyrirkomulag ásamt upplýsingum, fyrr sama dag.
Hvet alla þáttakendur til að mæta! Minni einnig á að frestur til að skrá sig rennur út sama kvöld, hægt er að mæta á staðinn og skrá sig.
Skráningarformið má finna hér: https://old.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285
Umræðuþráður fyrir ferðina má nálgast hér: https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=7&t=30411