Kynningar og bílasýning Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt laugardaginn 22 ágúst kl. 15:00 og líkur 18:00. Á staðnum verður uppsett tjald með kynningarefni. Félagsmenn verða þar, veita kaffi og segja frá klúbbstarfinu. Fyrir utan verða 3 hófstilltir ofur-jeppar til sýnis. Félagsmenn eru hvattir til að aðstoða við uppsetningu tjaldsins sem verður kl. 8:00 og aðstoða á sýningunni. Svo þarf að taka tjaldið niður og ganga frá svæðinu.
