Landgræðslu- og skoðunarferð Umhverfisnefndar f4x4 var farinn í Þórsmörk um helgina 24.-26. júni 2011.
Ferðin var farin í samstarfi við Landgræðsluna. Guðjón Magnússon hjá Landgræðslunni bauðst til að fara með þá sem áhuga hefðu í skoðunarferð í Þórsmörk. Þar var svæðið í Merkurrana, skoðað með tilliti til áhrifa eldgoss og gróðurfars. En Ferðaklúbburinn og Guðjón stóðu að landuppgræðlsu á því svæði í meira en áratug.
Hátt í 30 manns skráðu sig í ferðina. Þá bættust við þeir sem nýttu laugardaginn til þess að rúlla inn í Þórsmörk, njóta þar dagsins og meðtaka þær upplýsingar sem Guðjón hafði fram að færa.