Landgræðslu- og skoðunarferð Umhverfisnefndar f4x4 var farinn í Þórsmörk um helgina 24.-26. júni 2011.Ferðin var farin í samstarfi við Landgræðsluna. Guðjón Magnússon hjá Landgræðslunni bauðst til að fara með þá sem áhuga hefðu í skoðunarferð í Þórsmörk. Þar var svæðið í Merkurrana, skoðað með tilliti til áhrifa eldgoss og gróðurfars. En Ferðaklúbburinn og Guðjón stóðu að landuppgræðlsu á því svæði í meira en áratug. Hátt í 30 manns skráðu sig í ferðina. Þá bættust við þeir sem nýttu laugardaginn til þess að rúlla inn í Þórsmörk, njóta þar dagsins og meðtaka þær upplýsingar sem Guðjón hafði fram að færa. Eins og svo oft áður var byrjað við Álfakirkjuna kl.13.00. Þar hittist allur hópurinn. Börnunum var hampað að venju og vel tekið á móti okkur öllum. Við fengum upplýsingar um sandstorma sem herja á svæðið eftir síðasta eldgos. Síðan var farið að líta á staumendurnar, sem voru á sínum stað og þá var haldið yfir Krossá yfir í Merkurranann. Við skoðuðum á svæðinu hversu þykkt öskulagið var, sáum að einhverjar plöntunnar voru orðnar ansi sandblásnar þannig að börkurinn var farinn af að hluta. Þá var gengið um svæðið og áburði dreift. Í framhaldinu var farið inn í Húsadal, en þar fengum við m.a. kynningu um Skóg og skógarbotna á Íslandi, þar voru settar upp sandgildrur. Skemmtileg upplifun og fæðandi. Þá var skutlast aftur yfir Krossá með tilheyrandi ævintýrum. Keyrt á ný inn í Bása, þar sem grillað var um kvöldið. Útivist var með sína árlegu Jónsmessubrennu og brennusöng um kvöldið, þá var einnig dans fyrir þá sem það vildu. Á sunnudegi var litið við í Stakkholtsgjá á bakaleiðinni. Þar er alltaf skemmtilegt að ganga og njóta þeirra náttúruundra sem gjáin býður uppá. Umhverfisnefnd þakkar fyrir góð ferð og vel unnin verk. Didda R-3756Formaður Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4