Kæru félagar, næsta laugardag þann 26. Nóvember ætlar Jeppavinafélagið að halda glæsilegt jólahlaðborð í KK salnum eins og í fyrra.
Verði er stillt í hóf eða kr. 4500 fyrir manninn en inni í verðinu fyrir kvöldið er maturinn, happdrætti með góðum vinningum og notalegheit.
Matseðillinn er glæsilegur og hægt er að skoða hann hérna í spjallinu.
Félagsmenn í Suðurnesjadeild eru hvattir til að mæta og taka maka sína með. Skemmtum okkur og eigum góða kvöldstund með góðum mat í fallegum og skemmtilegum félagsskap. Við hvetjum menn til að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að átta sig á fjöldanum.
Skráning er á arnoddur@gmail.com eða í síma 847-6044 . Einnig er hægt að skrá sig hér á spjallinu.
Kveðja Stjórn.