Kæru félagsmenn, Ferðaklúbburinn 4×4 og aðrir hagsmunaaðilar hafa unnið að verkefni sem felst í að auka öryggi á ferðalögum á jöklum. Á heimasíðu Landsbjargar, sem heitir Safetravel.is, undir útivist, eru atriði sem nauðsynlegt er að huga að fyrir ferðalög á jöklum. Einnig eru þar kort sem sýna sprungusvæði á jöklum. Markmiðið með þeim er að auka öryggi ferðalanga á jöklum.
Sprungukortin má prenta út og hafa meðferðis í jöklaferð. Auk kortanna eru fáanlegar sprungusvæðaþekjur sem leggjast yfir kort í GPS tækjum. Niðurhal er á endurgjalds.