Eins og mátt hefur sjá hér á vefnum voru góð viðbrög við skráningu í ferðina „Í hjólför aldamótanna“. Þau pláss sem við fórum af stað með hurfu á fyrstu 20 mínútunum, en blessunarlega var til plan B til að bregðast við mikilli ásókn. Því komast allir með sem náðu fullgildri skáningu inn á fyrsta kvöldi skráningar. Hluti hópsins mun hins vegar gista í Dreka í stað Sigurðarskála.
Þátttökugjald í ferðina er 9.000 krónur og innifalið í því eru gistigjöld í skálum og hótelinu á Héraði, ásamt kvöldmat á hótelinu laugardagskvöldið. Hægt er að greiða þátttökugjaldið inn á eftirfarandi reikning: Reikningur 1175-05-761890 kt. 701089-1549, kr. 9.000 pr. mann. Vinsamlegast sendið staðfestingarpóst á netfangið skraning@f4x4.is þegar greitt er.
Frestur til að greiða þátttökugjaldi er til 18. febrúar en eftir þá dagsetningu verða ógreiddir teknir út af lista og tekið inn af biðlista.
Þátttökulistinn hér fyrir neðan undir NÁNAR
_____________________________
Undigbúningsnefnd