Það voru um 30 bílar sem lögðu af stað inn í Þórsmörk laugardaginn 25. september. Farið var malbikið að Seljalandsfossi, en þegar malbikinu sleppti var mýkt í dekkjum fyrir áframhaldið. Stefnt var að því að fara í Bása, stoppa þar og borða nesti. Það kom fljótlega í ljós að margir lækir á leiðinni höfðu breyst í litlar ár og ljóst fljótlega að þetta gæti orðið erfið ferð.
Stoppað var við Lónið og þar sá fólk að það er nánast horfið. Þegar kom að Steinholtsá kom í ljós að hún var í miklum vexti og kannski hægt að komast yfir hana, en ljós að vatnið í henni ætti eftir að aukast. Nokkrir bílar fóru yfir, en eftir umræður fararstjóra var tekin ákvörðun um að snúa frá og halda til baka. Það kom síðan í ljós að þetta var rétt ákvörðun því fjöldi manns varð fastur inn í Þórsmörk fram á mánudag.
Myndaalbúm 1 – Sigurður Bjartmar Sigurjónsson
Myndaalbúm 2 – Pétur Friðrik Þórðarson