Fyrsti félagsfundur ársins 2014 verður haldinn á Hótel Natura (Hótel Loftleiðir) mánudaginn 13. janúar 2014 kl. 20:00.
Fundarefni verður:
Innanfélagsmál: Stutt yfirlit frá stjórn. Ungliðanefndin kynnir fyrir okkur hugmyndir að ferðum og ýmsu sem á döfinu verður hjá þeim. Nýliðaferðin sem farinn verður 17. – 19. janúar. Litlanefndin kynnir ferð sem farinn verður 18. janúar. Skemmtinefndin kynnir fyrirtækjaheimsókn sem farinn verður 17. janúar 2014. Birkir í Fastir og félagar kynnir Þorrablótsferðina sem farinn verður 31. janúar – 2. febrúar 2014.
Gréta Guðjónsdóttir kynnir ljósmyndun og þá tækni sem notuð er við myndatöku.
Hjalti Magnússon kynnir myndbandið af ferð hans og Snorra Ingimarssonar á Jeppamótið sem hét “Croisiere Blanche” sem haldið var í “Orcières-Merlette” sem er í frönsku Ölpunum nálægt Grenoble árið 1993.
Kaffi
Stórferð Ferðaklúbbsins verður kynnt og mun skráning hefjast á fundinum.