Skálanefndin hittist til að ræða verkefni Setursins.
Rætt var um GSM opnunarkerfið, hvernig status á viðgerð gekk og er nú búið að laga kerfið, farið verður með það uppeftir í næstu vinnuferð.
Svo var rætt um olíumál skálans og reynt að finna út hvað ljósavélin eyddi (skiptar skoðanir á því)
Svo ræddum við um pantanir á Setrinu og hvernig við getum haldið utan um það þar sem pantanir fyrir stóra hópa hafa verið margar í sumar.
Svo var áætluð vinnuferð 1-3 okt en urðum að falla frá þeirri ferð.
Næsta vinnuferð ákveðin síðar.
Kv. Skálanefnd