Fulltrúar Ferðaklúbbsins 4×4 fóru á fund með ráðherra 16. September kl. 13:30. Á fundinn mættu fyrir hönd klúbbsins Sveinbjörn Halldórsson formaður, Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri og Óskar Erlingsson meðstjórnandi og formaður Ferðafrelsisnefndar klúbbsins. Frá ráðuneytinu voru mætt Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráðherra, Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður Umhverfisráðherra, Hugi Ólafsson og Sigurður Ármann Þráinsson.
Í upphafi fundar afhenti formaður Ferðaklúbbsins aðstoðarmanni ráðherra (þar sem ráðherra var rétt ókomin) mótmælaskjal með undirritun yfir 5500 aðila sem mótmæltu lokunum vegna stækkunnar Vatnajökulsþjóðgarðs og tóku undir athugasemdir Ferðaklúbbsins.
Þetta var góður fundur þar sem tækifæri gafst til að undirstrika fyrri athugasemdir ásamt því að benda á að verkferlið við gerð verndaráætlunina hafi ekki gengið eins vel eins og ætla má af af því sem lesa má af pappírum. Ráðherra tók fram hún að bæri virðingu fyrir störfum Ferðaklúbbsins og að ráðherra mundi fara vel yfir ábendingar sem henni bærust. Einnig benti ráðherra á að haldbær rök þyrfti til að synja eða breyta tillögu stjórnar þjóðgarðsins.
(Sjá myndir undir attachements hér fyrir neðan)
Stjórn F4x4