Félagi okkar Elín Björg Ragnarsdóttir vill benda félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 á að það verður opinn fundur á vegum umhverfisnefndar Alþingis á föstudaginn.
Staður: Austurstræti 8-10
Stund: föstudaginn 4. mars 2011, kl. 16:00
Dagskrá:
1. Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Gestir
2. Önnur mál.
Fundurinn skal opinn almenningi á meðan húsrúm leyfir sbr. 3. gr. reglna um opna fundi fastanefnda Alþingis.
Elín verður líklega fulltrúi ferðafrelsisnefndar (ef hún kemst vegna anna) og þar með á gestalistanum þó ekki víst.
Nú er um að gera að fjölmenna á fundinn og hlusta á Ellu og segja sinn hug á kurteislegan hátt.
Flott ef klúbbfélagar sem hafa tök á að mæta merki sig klúbbnum. Það eru til límmiðar á skrifstofunni ef Ragna hefur tök á að afhenda þá.
Sjá meira um málið á þessum tenglum.
http://www.althingi.is/vefur/nefndadagskra.html?nfaerslunr=9953
http://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/03/02/opinn_fundur_um_verndaraaetlun/
http://www.althingi.is/vefur/reglur_opnir-fundir
Formaður Ferðafrelsisnefndar
p.s. sem kemst ekki vegna annara erinda