Ágætu félagsmenn.
Fundagerð aðalfundar F4x4, sem haldinn var 23. maí síðastliðinn, er komin inn á vefinn undir þráðinn „Innanfélagsmál“, sjá https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=20&t=28322.
Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum:
- gjaldkeri er Arnþór Þórðarson,
- ritari, og jafnframt varaformaður er Óskar Erlingsson,
- meðstjórnendur eru Árni Bergsson og Samúel Þór Guðjónsson.
Hafliði Sigtryggur Magnússon var kjörinn formaður félagsins á aðalfundinum.
Varamenn í stjórn eru Ágúst Birgisson og Ásgeir Sigurðsson.
Stjórn mun hitta fulltrúa nefnda félagsins á næstunni þar sem erindisbréf einstakra nefnda verða afhent og starfið framundan tekið til umræðu.
Ath. það er búið að gera smá leiðréttingu á fundargerðinni, eitt föðurnafn hjá nefndarmanni Litlu nefndar leiðrétt.