Ágætu félagsmenn. 
 
Fundagerð aðalfundar F4x4, sem haldinn var 29. maí síðastliðinn, er komin inn á vefinn undir þráðinn „Innanfélagsmál“.  
 
Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum:
 
a) gjaldkeri er Guðmundur Sigurðsson,
b) ritari, og jafnframt varaformaður, er Logi Ragnarsson, 
c) meðstjórnendur eru Hafliði S. Magnússon og Óskar Erlingsson.  
 
Sveinbjörn Halldórsson var endurkjörinn formaður félagsins á aðalfundinum.
Varamenn í stjórn, kjörnir á aðalfundi eru Ágúst Birgisson og Kristján Gunnarsson.
Stjórn mun hitta fulltrúa nefnda félagsins á næstunni þar sem erindisbréf einstakra nefnda verða afhent og starfið framundan tekið til umræðu.
 
Stjórn F4x4
