Sveinbjörn sagði frá starfi stjórnar undanfarið sem hefur aðalega farið í miklar fundarsetur þ.e. fundir í heila viku og svo var endað á Landsfundinum. Það voru mikil afföll af fundarsetunni þar en það höfðu um 75 manns boðað þátttöku sína en þegar upp stóð mættu rúmlega 30 manns að stjórninni meðtaldri. Einnig hafa verið haldnir aðgerðarfundir þar sem farið hefur verið yfir þróunina á slóðamálum en það hefur komið fram að tillögur frá Ásahrepp hljóma upp á stórfelldar lokanir á slóðum sem m.a. liggja að þekktum og vinsælum náttúruperlum og er það ekki viðundandi, hreint og beint aðför að ferðafrelsi almennings.