Fyrsti félagsfundur vetrarins
Formaður sagði frá starfi stjórnar í sumar. Einnig kynnti hann hugmynd að beinagrind fyrir félagsfundina sem myndi fela í sér m.a. eftirfarandi liði: Innanfélagsmál, tæknihorn, fræðsluerindi, car makeover þ.e. öðruvísi bílabreytingar, kynning á leiðum, myndasýning, kynning á gengjum og ferðafélögum. Einnig var óskað eftir hugmyndum frá félagsmönnum að dagskrárliðum. Farið var yfir starfið fram undan en það verður opinn félagsfundur á Smyrlabjörgum 11. september þar sem stjórnin mun hitta deildirnar fyrir austan en allir félagsmenn eru hvattir til að mæta. Landsfundur 2.-4. okt., auka aðalfundurinn og árshátíðin 7. nóv., nýliðaferðir í ár verður í umsjá Sóðagengisins en ekki liggur fyrir hvenær hún verður farin. Siðan er dagskrá á vegum skemmtinefndar. Fram kom að Benedikt Magnússon, Skúli H. Skúlason og Óskar Erlingsson hafa tekið að sér að halda upp á aldamótarferðina sem verður auglýst síðar. Svo eru hugmyndir um „hitting“ í umsjón ungliðanna og jeppadag fjölskyldunnar einhvern tíman eftir áramót.