Jón Garðar Snæland eða betur þekkur á f4x4.is sem Ofsi er búinn að senda frá sér fleiri bækur.
Þrjár þeirra eru á ensku og ein á íslensku. Íslenska bókin heitir Fjallaskálar á íslandi og fjallar um u.þ.b 400 skála í óbyggðum íslands. Ensku bækurnar eru laugarbók sem heitir Thermal polls in Iceland, Huts and lodges in Iceland og loks leiðarbók fyrir erlenda ferðamenn sem heitir Off the beaten track in Iceland. Íslenska skálabókin og laugabókin eru komnar í verslanir og enska skálabókin kemur í verslanir 18 júní. Leiðarbókin kemur síðan aðeins seinna. – Sjá meira hér