Laugardaginn 28 ágúst fóru nokkrir úr fjarskiptanefnd í vinnuferð á Bláfell í samstarfi við Landsbjörg. Nýtt fjarskiptahús frá neyðarlínuni er komið á fjallið og var verkefni ferðarinnar að færa endurvarpa og loftnet í nýja húsið og taka gamla húsið af fjallinu. Í nýja húsinu er 220V rafmagn, svo settur var 25W endurvarpi í stað 5W sem var áður, en gamli endurvarpinn var keyrður á rafgeymum og sólarsellum. Öll verkefni voru leyst, en menn hafa huga á að skoða loftnetsmál á fjallinu aðeins betur, enda hafa aðstæður aðeins breyst við tilkomu masturs og nýs fjarskiptahúss. Bláfell er á rás 44 og næst mjög víða á suðurlandi og á sunnanverðu hálendinu. Við hvetjum menn til að lykla reglulega á endurvarpa og kynna sér hvaða endurvarpar nást á hverju svæði. Endurvarpakort má finna á heimasíðu Sigga Harðar www.radioehf.is
Fjarskiptanefnd.
Ávarp fjarskiptanefndar rás 58 Hlöðufell
Endurvarpinn á Hlöðufelli (rás 58) er að virka frábærlega vel. Á myndinni er reiknað útbreiðslukort og fyrstu prófanir sýna að endurvarpinn er að nást í samræmi við það og jafnvel betur. Hlöðufellið er að nást ágætlega í Reykjavík austanverðri og á nær öllu Suðurlandsundirlendinu (nema vestast). Líklega næst hann í Keflavík (nokkur dæmi eru staðfest á Reykjanesbrautinni) og jafnvel í Borgarnesi. Það þýðir að þeir sem búa á þessum stöðum geta náð beint að heiman í þá sem eru á ferð á t.d Langjökli og öllu svæðinu sunnan hans, sunnanverðum Kjalvegi, sunnanverðum Hofsjökli, Tungnárjökli og jafnvel Háubungu á Vatnajökli. Þetta eykur verulega fjarskiptaöryggi og auðveldar mjög að fá fréttir af umferð og færð.
Fjarskiptanefndin hvetur alla félaga í F4x4 til að fara til næsta þjónustuaðila og fá rás 58 í stöðvar sínar til að geta notað endurvarpann á Hlöðufelli.
N1 á Ártúnshöfðanum (Bílanaust) veitir okkur 50% afslátt af þessari forritun fyrir Yaesu stöðvar og þá kostar hún aðeins 1.000 kr. Þeir minna einnig á fastan afslátt til félagsmanna á öllum talstöðvarbúnaði. Hlöðufellið næst á planinu fyrir utan N1 á Höfðanum ef stöð og loftnet eru í góðu lagi. Þannig næst gott tékk á ástandi VHF stöðvanna í leiðinni.
Síðan minnum við þá sem eru á ferðinni á að hafa VHF stöðvar sínar á skönnun.
Fjarskiptanefnd.
Endurvarpinn á Hlöðufelli virkur
Vaskir menn í fjarskiptanefnd lagfærðu endurvarpann á Hlöðufelli. Var það gert með aðstoð Norðurflugs, sem lagði til þyrilvængju.
Hlöðufell næst mjög víða á suður og vesturlandi. Endurvarpinn er á rás 58 en þeir sem hafa ekki rás 58 inni, þurfa að biðja verkstæði um að stilla hana inn.
Hægt er að lykla varpann, hann kemur inn með sekúndu móttöku ef „kallað“ er stutt á hann.
Námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs
Nú er að hefjast námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs á vegum Íslenskra radíóamatöra.
Námskeiðið hefst fimmtudagskvöldið 22. október kl. 20:30 með kynningarkvöldi sem verður í aðstöðu félags Íslenskra Radíóamatöra við Skeljanes í Skerjafirðinum (þar sem Skeljungur var eitt sinn með starfsemi).
Kennt verður í Flensborgarskóla, tvisvar í viku, þriðjudags og fimmtudagskvöld frá kl. 20:00.
Námskeiðið stendur í um 8 vikur og stefnt er á að ljúka því með prófi fyrir jól. Námskeiðið er að mestu bóklegt.
Námskeiðsgjaldið er 12 þús kr. og er innifalið í því öll kennslugögn.
Áhugasamir eru beðnir um að mæta á kynningarkvöldið.
Gert er ráð fyrir að 20-30 félagar úr F4x4 taki þátt í námskeiðinu.
Fjarskiptanefnd.
Kynning á námskeiði til amatörprófs sem hefst í október
Kynning á námskeiði til amatörprófs sem hefst í október.
Margir jeppaferðamenn hafa náð sér í radíóamatör réttindi til að geta verið í öruggara og betra sambandi í ferðum sínum á ódýran hátt. Fjarskiptanefnd og amatörar innan F4x4 munu kynna námskeiðið og þá möguleika sem þetta gefur okkur.
Við hvetjum alla áhugasama til að koma og kynna sér málið.
Kíkið á spjallþráðinn: https://old.f4x4.is/index.php?p=111659&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p111659