Nú er komið að því að senda yfirvöldum alvöru skilaboð. Við mótmælum lokunum á Vonarskarði, Heinabergsdal, Vikrafellsleið og leiðum í Jökulheimum og á Tungnaáröræfum sem eru í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.
Til að undirstrika persónulega þessi mótmæli er hægt að fara inn á old.f4x4.is/motmaeli og senda umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs persónulegt mótmælapóstkort.

Verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð er opin fyrir athugasemdum til 24. júní n.k. Í henni er gert ráð fyrir lokun á fjölmörgum leiðum í Vonarskarði og norðan Veiðivatna og Þórisvatns. Ef þú villt mótmæla þessu, fylgstu þá með næstu daga hér á vefnum.
Ferðafrelsisnefnd hefur ákveðið að stefna að útgáfu á aukablaði/blöðum með dagblaði þar sem fjallað væri um lokanir á leiðum í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Við hvetjum félagsmenn í F4x4 til að lesa verndarskýrsluna (