Ferðafrelsisnefnd hefur ákveðið að stefna að útgáfu á aukablaði/blöðum með dagblaði þar sem fjallað væri um lokanir á leiðum í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Við hvetjum félagsmenn í F4x4 til að lesa verndarskýrsluna (smella hér) og gera formlegar athugasemdir um lokanir, umgengisrétt, tjöldun eða annað sem betur má fara. Það þarf að skila inn athugasemdum um verndaráætlunina fyrir 24. júní og ef ykkur vantar aðstoð, vinsamlega sendið póst á ferdafrelsi@f4x4.is eða hafið samband við nefndaraðila í Ferðafrelsisnefnd.