Hópurinn hittist á Select við Vesturlandsveg laugardaginn 19. september. Fyrst var stoppað á Skeljungsstöðinni á Hvolsvelli og síðan haldið í átt að Þórsmörk, stoppað við Seljalandsfoss til að mýkja í dekkjum og síðan haldið sem leið liggur í inn í Bása. Það var ekki mikið í Lóninu, en Hvanná var nokkuð djúp, en ekki breið. Í Básum var nesti borðað, farið í gönguferðir og spjallað saman. Farið var síðan yfir Krossá inn í Langadal og farið að vaðinu inn í Húsadal. Tekin var ákvörðun um að Húsadalsvaðið væri of djúpt og straumhraði of mikill fyrir lítið breytta bíla. Ferðalok voru við Seljalandsfoss á bakaleiðinni þar sem pumpað var í dekk og ferðinni slitið.
Myndasafn 1 – Guðmundur G. Kristinsson
Myndasafn 2 – Sigurður Magnússon
Myndasafn 3 – Kristinn Helgi Sveinsson
Myndasafn 4 – Ólafur Magnússon
Myndasafn 5 – Ólafur Magnússon
Myndasafn 6 – Þór Ingi Árdal
Myndasafn 7 – Sigurlaugur Þorsteinsson