Það var mikið í gangi á bensínstöð Skeljungs við Vestulandsveg þegar rúmlega 50 bílar í ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll voru að gera sig klára laugardagsmorguninn 20. febrúar. Þessi ferð markaði tímamót fyrir það að vera fyrsta ferð Litlunefndar þar sem þátttakendum var skipt upp í tvo hópa með sitt hvora ferðalýsinguna. Minni bílarnir í hópnum sem voru um þrjátíu talsins stefndu á að fara Kjöl og upp í Kerlingarfjöll, en stærri bílarnir um Leppistunguleið um Hrunamannaafrétt og upp í Kerlingarfjöll.