Þar sem það er fundur í Reykjavík í kvöld vegna ferðarinnar „I hjólför aldamótanna“ hefur verið ákveðið að hafa fundinn á morgun, þriðjudaginn 16.mars.
Farið verður yfir kassann okkar góða sem inniheldur allt björgunardótið okkar. Bjössi og Óli ætla að fara yfir kassann og kenna okkur nokkur atriði sem gætu gagnast okkur ef eitthvað kemur upp á.
T.d. hvernig á að fara í beltið sem fylgir sigbúnaðinum og ýmislegt fleira.
Einnig verður rætt um Vatnajökulsferðina og ýmis félagsmál.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kv. Stjórn Vesturlandsdeildar