Ágætu félagsmenn.
Félagsfundurinn mánudagskvöldið 6. september verður haldinn í húsakynnum Skeljungs að Hólmaslóð 10. Auk innanfélagsmála fáum við heimsókn frá Símanum þar sem rætt verður um arftaka NMT kerfisins sem þjónustað hefur okkur mörg undanfarin ár. Megin umræðan mun svo snúast um framþróun Kortakerfis Skeljungs og þá möguleika og afsláttarkjör sem það býður upp á.
Dagskrá:
Innanfélagsmál.
Arftaki NMT kerfisins – Gylfi Már Jónsson frá Símanum.
Kortakerfi Skeljungs – fyrri hluti.
Kaffi í boði Skeljungs.
Framhaldsumræða um Kortakerfið og þau fríðindi sem því tengjast.
Fundurinn hefst að venju stundvíslega kl. 20:00.
Stjórn F4x4.