Næsti félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn 1. október á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) og hefst fundurinn stundvíslega klukkan 20:00.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
- Innanfélagsmál
- Landsfundur Ferðaklúbbsins næstkomandi helgi
- Vetrarstarfið (Árshátíð, opin hús og fleira)
- Snorri Ingimarsson segir frá starfi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og hlutverki sínu þar sem áheyrnafulltrúi Samtaka útivistafélaga (Samút). Einnig fjallar hann um verndaráætlanir og samgöngumál innan VJÞ. Þá mun Snorri minnast á nýlega vettvangsferð stjórnar VJÞ að Langasjó og um Vonarskarð.
- Myndasýning: Vikfrafellsleið og Vonarskarð – Kvikmynd sem tekin var fyrir Ferðaklúbbinn úr flugvél í ágúst síðastliðna.
Kaffihlé verður um 21:00