Næsti félagsfundur 4×4 verður mánudagskvöldið 7. mars., kl. 20:00, fundarstaður er Icelandair Hótel Loftleiðir (http://www.icelandairhotels.is/hotels/loftleidir), salur Þingsalur 5
Dagskrá.
- Innanfélagsmál með áherslu á ferðafrelsisumræðuna.
 - Kortlagning sprungusvæða á Vatnajökli. Snævarr Guðmundsson kynnir.
 - Stórferðin 24 – 27 mars.
 - Kaffi
 - Kvennaferðin 2011. Linda Ósk Högnadóttir og ferðafélagar kynna.
 - Jeep CJ5 / CJ7 breytingarferli undanfarinna ára. Bíleigendur fara yfir söguna í máli og myndum
 - Önnur mál.
 
Þeir sem eiga eftir að greiða í Stórferðina Sprengisandur-Kjölur geta greitt á fundinum, gjaldkerinn verður með posa með sér.
Stjórn F4x4
