Þrettándagleði verður haldin í Réttartorfu laugardagskvöldið 14.janúar 2012. Nú í ár verður gleðin fjölskylduvæn og börn velkomin. Lagt verður af stað í ferðina á laugardagsmorgni frá Shell Hörgárbraut kl. 10.00. Kveikt verður í brennu, flugeldum skotið á loft og svo verður Stiga sleðakeppni og fleira fyrir börnin.
Þeir sem vilja taka forskot á sæluna og mæta á föstudagskvöldi verða að rotta sig saman og ákveða sjálfir hvenær þeir leggja af stað. Ekki er ætlast til að menn skemmti sér á fjölskylduvænan máta á föstudagskvöldi.
Skálanefnd vill minna menn á að greiða skálagjöld kr 1500 fyrir nóttina. Menn eru beðnir að skrá sig á spjallþræði (13.gleði).
Muna að hafa með sér sleða fyrir börnin.
Skemmtinefnd Eyjafjarðardeildar