FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Stórferð klúbbsins verður að þessu sinni farinn á Vestfirði.
Dagskrá Stórferðar (í hnotskurn)
Fimmtudagurinn 10. mars lagt af stað frá Selectstöðinni Vesturlandsvegi kl. 12:00 og haldið vestur.
Leiðaval er frjálst en samkvæmt upplýsingum er stór hópur sem ætlar upp Þorskafjarðarheiðina og þaðan niður að Hótel Reykjanesi. Þar verður gist á fimmtudagnóttinni.
Föstudaginn 11. mars er ræs kl. 7:30 og verður staðan tekin um leiðaval um daginn. Allt fer eftir skyggni og aðstæðum. Ef veður verður gott er stefnan tekinn upp Hestakleyfið, inn að Glámu og þaðan að Sjónfríði. Leiðaval til baka er ekki orðið klárt en vonir standa til að hægt verði að fara góðan hring á hálendinu og enda á Ísafirði.
Laugardaginn 12. mars. Ræs kl. 8:00 Hittingur kl. 8:30 (staðsetning ekki alveg ákveðin, en Barði formaður vestfjarðardeildar var búinn að bjóða okkur til sín í kaffisopa). Farið verður af stað í stuttan en góðan túr inn á hálendið margir staðir eru tilgreindir ma . að fara út á Göltinn, Skálavík eða tekið túrista túr um sveitirnar. Allt fer þetta eftir skyggni og veðri, en klárt mála að við gerum eitthvað skemmtilegt.
Bílasýning verður á planinu við ÓB bensínstöðina (rétt hjá Bónus, inn í firðinum) kl. 14:00 – 16:00 en eftir það fara menn heim og gera sig kláran fyrir skemmtunina um kvöldið.
Kl. 19:00 er samkoma í Félagsheimilinu í Hnífsdal en rútuferðir verða þangað frá Ísafirði. Þar verður slegið upp heljarinnar veislu með glæsilegum matseðli og skemmtiatriðum. Í boði verður grillað lamb, kalkúnn, svínakjöt og saltfiskur auk meðlætis. Skemmtiatriði verða að hætti Stjórnarinnar í formi fjöldasöngs og ef menn vilja fá að syngja einsöng er bara að panta. Gleðin mun standa til miðnættis en þá líkur gleðinni og menn fá rútuferð til Ísafjarðar.
Sunnudagurinn 13. mars hér verður blásið til heimferðar og geta menn valið hvenær þeir vilja leggja af stað. Ekkert hefur enn verið ákveðið en þessi dagur er frekar óskrifaður. Margar leiðir koma til greina sem gætu verið mjög skemmtilegar til heimferðar. Allt verður skoða á laugardeginum.
Allt leiðaval mun fara eftir veðri og þá sérstaklega eftir skyggni. Vestfjarðardeildin er að vinn að undirbúningi fyrir komu okkar og verða leiðir skoðaðar og lagfærðar (ef um hliðarhalla er að ræða) því ekki verður teflt í neina hættur með hópinn. Eins og alltaf í ferðum sem þessum ráða menn sínu leiðarvali, en heimamenn munu verða með í ferðinni og aðstoða okkur með leiðaval og sína okkur hvar best er að fara.
Í dag eru komnir yfir 50 bílar og verður skráningu lokað eftir mánudagfundinn 7. mars 2016