FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Hið „árlega“ Bílabingó í Setrinu í bóði Skála- og Skemmtinefndar.
Hefðbundin dagskrá: Föstudagur, mæting og menn koma sér fyrir. Laugardagur, verður frjáls til kl. 14:00 en þá byrjar undirbúningur á Bílabingóinu, menn eru reknir úr húsi út í bíla. Bingótölur verða sendar út á VHF rás 50 og mun verða spilaðar 5 umferðir. Eftir bingó verður öllum safnað saman og dregið úr bingóspjöldum. Um kvöldið verður grillað saman og kvöldvaka verður um kvöldið að hætti Skemmtinefndar. Að miðnætti lýkur skipulagðri dagskrá.
Heimferð á sunnudegi um hádegi.
Athuga, það eru komnar 50 skráningar, þeir sem skrá sig núna lenda á biðlista