Vaskir menn í fjarskiptanefnd lagfærðu endurvarpann á Hlöðufelli. Var það gert með aðstoð Norðurflugs, sem lagði til þyrilvængju.
Hlöðufell næst mjög víða á suður og vesturlandi. Endurvarpinn er á rás 58 en þeir sem hafa ekki rás 58 inni, þurfa að biðja verkstæði um að stilla hana inn.
Hægt er að lykla varpann, hann kemur inn með sekúndu móttöku ef „kallað“ er stutt á hann.