Dalakofinn er rétt norðan Laufafells í nágrenni Reykjadala að Fjallabaki og er sérlega vel staðsettur í þessari stórkostlegu náttúru (63°57.048 / 19°21.584). Eigendur Dalakofans er Stolzenwald fjölskyldan, en Rúdolf Stolzenwald sem upphaflega byggði skálann árið 1971 var frumkvöðull í hálendisferðum og ferðaðist mikið á vélsleðum og jeppum um þetta svæði.